fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Eyjan
Fimmtudaginn 11. desember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluthafinn er lítið upplýsandi vefrit um efnahagsmál og viðskipti. Á föstudag í síðustu viku birtist þar frétt þar sem greint var frá svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn vefritsins um hagsmunagæslu gagnvart Bandaríkjunum eftir að þau lögðu 15% toll á Ísland.

Málhvíldin gagnvart þessari atlögu öflugasta ríkis í heimi að íslenskum þjóðarbúskap er umhugsunarefni.

Ástæðan

Ástæðan fyrir þögn stjórnvalda er sú sama og í öðrum Evrópuríkjum. Þeir sem ábyrgðina bera óttast að umræður geti leitt til þess að Bandaríkin herði tökin: Hækki tolla enn frekar eða krefjist hærra endurgjalds fyrir að halda þeim óbreyttum.

Stjórnarandstöðuflokkarnir kjósa málhvíldina af því að þeir óttast að umræða kalli fram aðra umræðu um stöðu Íslands í breyttri heimsmynd.

Í þeirri umræðu eiga þeir ekkert raunhæft svar því að kyrrstaða er ekki kostur í stöðunni.

Engir neyðarfundir

Það sýnir vel hvernig leiðtogar stjórnarandstöðunnar steypa stömpum að fyrir fáum vikum endurómuðu allir fréttatímar kröfu þeirra um skyndifundi og neyðarfundi í utanríkisnefnd.

Þá hafði hagsmunagæsla stjórnvalda skilað þeirri niðurstöðu að verndaraðgerð ESB gagnvart einu íslensku málmblendifyrirtæki skildi það eftir í betri markaðsstöðu en áður og hlutabréf þess hækkuðu.

Nú þarf hvorki skyndifundi né neyðarfundi.

Meta forsendur

Í svari utanríkisráðuneytisins til Hluthafans segir að íslensk stjórnvöld meti um þessar mundir hvort forsendur séu fyrir því að fara í samningaviðræður við Bandaríkin um viðskiptasamning.

Þetta diplómatíska svar lýsir vel, án stóryrða, þeim algjöru umskiptum, sem orðið hafa á stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum.

Áður gátu menn treyst því að viðskiptaviðræður við Bandaríkin færu fram á jafnréttisgrundvelli með hagsmuni beggja þjóða í huga. Ameríka fyrst stefna Bandaríkjanna hefur kollvarpað þessari forsendu.

Reynsla þeirra sem þegar hafa gert viðskiptasamninga við Bandaríkin sýnir að hætta er á að þeir geti orðið dýrkeyptari en engir samningar.

Í raun felst stór frétt í svari utanríkisráðuneytisins. Það bendir til að stjórnvöld meti nýja stöðu réttilega og mæti nýjum aðstæðum af fullri ábyrgð.

Málhvíld stjórnarandstöðunnar segir líka sína sögu og er alls ekki gagnrýniverð þótt hún sé athyglisverði í samanburði við Evrópuumræðuna.

Markmið Bandaríkjanna

Heimsviðskiptastríð Bandaríkjanna hefur tvíþættan tilgang:

Annars vegar er ofurtollum ætlað að auka tekjur ofur skuldugs ríkissjóðs Bandaríkjanna. Hins vegar er þeim ætlað að draga framleiðslustarfsemi og atvinnutækifæri frá viðskiptalöndunum til Bandaríkjanna. Þessi markmið ná einnig til Íslands.

Bretar náðu ekki fram lækkun tolla en komu í veg fyrir hækkun þeirra með miklum fórnarkostnaði. Þeir eru þó í mun sterkari samningsstöðu en við.

Í svokölluðum friðartillögum Bandaríkjanna vegna Úkraínustríðsins ætlast þau til að þeim verði tryggður aðgangur að auðlindum á Norðurslóðum. Við megum alveg eins búast við kröfum af því tagi.

Eitt af markmiðum nýrrar öryggisstefnu Bandaríkjanna er svo að splundra EES-samningnum, sem er ein helsta stoð efnahagslegrar velgengni á Íslandi. AFD í Þýskalandi og Miðflokkurinn fagna nú þeim áformum.

Að ráða eigin vegferð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði réttilega á Sprengisandi í byrjun vikunnar að við ættum að ákveða sjálf hvar við viljum eiga heima í breyttri heimsmynd. Annars yrði sú ákvörðun tilviljunum háð í annarra höndum.

Til að taka slíka ákvörðun þurfum við að ræða heildarmyndina. Þótt málhvíldin hafi verið góð um stund verður umræðan ekki umflúin.

Tíminn hleypur frá okkur, ef við ætlum að ráða okkar framtíðar stöðu sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
EyjanFastir pennar
09.11.2025

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
EyjanFastir pennar
08.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar