fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Eyjan
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun bárust þau tíðindi að verðbólga hefði skroppið svo saman að jafnvel undrun sætir og siglir nú hraðbyri í átt að verðbólgumarkmiði. Nú er því svo komið að verðbólga mælist 3,7 prósent en var 4,3 prósent í síðustu mælingu. Þetta er mikið fagnaðarefni, ekki síst í ljósi þess að við síðustu mælingu hafði heldur sigið á ógæfuhlið.

Varla þarf að lýsa því hversu mikið hagsmunamál það er að ná verðbólgu niður. Á því hangir velferð fólks og fyrirtækja í landinu. Þessi mæling nú sýnir fram á að vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir tæpum tveimur vikum var röng. Vexti átti þá að lækka meira, enda lágu þá þegar fyrir sterkar vísbendingar um kólnun í hagkerfinu. En peningastefnunefnd hefur þráast mjög við að lækka vexti og hefur haldið raunvaxtastigi í landinu háu, jafnvel umfram tilefni. Á því hafa hinir efnaðri hagnast á kostnað hinna.

Enda er ímynd bankans og nefndarinnar sú að nær allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum vöxtum fyrir síðasta vaxtaákvörðunardag.

Nú hefur verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og hefur ekki verið lægri í nær 5 ár og það þegar nýákvarðaðir vextir eru 7,25 prósent. Til samanburðar voru stýrivextir í árslok 2020 0,75 prósent!

Lægra vaxtastig í landinu er eitt allra veigamesta áherslumál ríkisstjórnarinnar sem nú situr. Og þegar verðbólga fírast rækilega niður eins og reyndin er samkvæmt mælingunni, þá ætlar peningastefnunefnd næst að ákvarða vexti bankans á fundi 4. febrúar á næsta ári. Þangað til eru 69 dagar.

Það hefur lengi vakið nokkra furðu að Seðlabankinn og peningastefnunefnd í einu minnsta hagkerfi heims, skuli ríghalda í fyrirkomulag fyrir fram tilkynntra vaxtaákvörðunardaga með löngum hléum. Það er skiljanlegt í stórum efnahagskerfum Bandaríkja, Asíu og ESB að vaxtabreytingar séu seigfljótandi.

En í vökru og viðkvæmu örefnahagsumhverfi Íslands hlýtur það að vera áleitin spurning hvers vegna gera þarf nær 70 daga hlé á vaxtaákvörðunum og hvers vegna ekki megi skjóta inn vaxtaákvörðunardegi þegar tíðindi sem þessi hafa orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV