fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Eyjan
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á ekki að fara út í pólitík bara af því að fólk er að leita sér að þægilegri innivinnu eða af því það langar svo að vera í sviðsljósinu. Fólk þarf að hafa ástríðu fyrir hlutunum enda mörg brýn verkefni sem hafa áhrif á daglegt líf fólks, ekki síst í Reykjavík. Það er margt skylt með fjölmiðlun og pólitík. Björg Magnúsdóttir, fjölmiðla- og athafnakona, hefur verið orðuð við oddvitasætið hjá Viðreisn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björg er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Björg Magnúsdóttir - 1
play-sharp-fill

Björg Magnúsdóttir - 1

Það eru borgarstjórnarkosningar, það eru sveitarstjórnarkosningar í vor. Þú varst á landsfundi Viðreisnar í haust. Það er talað um að þú sért með augun á oddvitasæti þar. Er eitthvað til í þessu?

„Já, þú ferð bara beint á slagæðina. Þetta kann ég að meta. Ég hef nú ekki farið leynt með það að ég hef mikinn áhuga á þessum málum og þeim málum sem, ja, eru undir sveitarstjórnum. Þetta eru bara mál sem snerta daglegt líf okkar allra. Ég er með börn á öllum skólastigum, tengingar inn í íþróttafélög, sit í umferðinni, myglaðan leikskóla og þar fram eftir götunum. Þannig að ég myndi segja að snertifletirnir væru mjög margir og ég á mjög mikið undir því að þjónustan í Reykjavík sé góð og það gangi allt saman rosalega vel. Þetta hefur áhrif á minn dag með mörgum, mörgum hætti.“

Þú ert svona vísitölu-Reykvíkingurinn?

„Já, ætli það megi ekki segja það. Það er svona, allavega, þú veist, við erum bara ung fjölskylda í Gerðunum og maður er í öllu þessu ati.“

Já. En ætlarðu að stökkva?

„Ja, það er spurningin. Ég hef verið undir feldi og ég held að það sé alveg bara heiðarlegt að segja það þannig og það er algjörlega þannig. Þetta er ekkert ákvörðun sem maður tekur á einni nóttu. Þetta yrði dálítil breyting að skipta svona um fag eða vettvang eða hvað þú vilt kalla það.

Það þarf að velta ýmsu fyrir sér: Nenni ég þessu? Hef ég eitthvað í þetta? Langar mig þetta? Er þetta ástríðumálefni eða mun ég vera að gera þetta vegna þess að ég hef einhverja köllun eða hef einhverja ástríðu fyrir málefnunum? Ég held að það sé nú kannski mikilvægasta spurningin þegar upp er staðið, af því að mér finnst ekki góð ástæða að henda sér í pólitík af því að maður er að leita sér að þægilegri innivinnu eða maður er einhver svona lúmskur narsissisti og vill fá tækifæri til að vera mikið í fjölmiðlum eða annað. Og ég held að það sé nú, fólk tekur auðvitað þessa þessa ákvörðun út af ýmsu, en ég held að svona spurningin sem ég er að glíma við sé bara: Er þetta bara mín ástríða og mín köllun að henda mér í þetta? Og ég er að velta þessu fyrir mér.“

Þú ert að hugsa.

„Ég er að hugsa.“

En þú þarft nú ekki að fara í pólitík til þess að komast í fjölmiðla.

„Nei, reyndar. Ég, ég bý svo vel að hafa nú svona kannski einhverja snertifleti þar líka, hef nú verið í þeim bransa og við höfum nú, ekki gleyma því, Óli minn, við höfum nú unnið saman á Pressunni.“

Ég man eftir því. Það voru góðir tímar.

„Það voru nefnilega ótrúlega góðir tímar og talandi um fjölmiðlafólk sem fer í pólitík eða er að íhuga pólitík, þar vorum við auðvitað að vinna með og fyrir hann Björn Inga Hrafnsson. Já, já. Þannig að þræðirnir liggja víða.“

Þeir liggja víða. Hann er náttúrlega búinn að vera í fjölmiðlum, pólitík, fjölmiðlum, pólitík. Hann er pólitíkurmegin núna.

„Hann er þar núna, já, sannarlega. En þetta er auðvitað … pólitík og fjölmiðlar, þetta eru auðvitað bæði störf sem eru svona public service störf að einhverju leyti. Ég hef verið á RÚV kannski lengst af á mínum fjölmiðlaferli. Þetta á auðvitað margt sameiginlegt. Á einum staðnum ertu að skoða samfélagið og spyrja valdhafa spurninga og velta við öllum steinum eins og þið hér á DV og Eyjunni gerið auðvitað. En á hinum staðnum ertu að reyna að gera eitthvað gáfulegt og taka einhverjar gáfulegar ákvarðanir. Þetta á auðvitað margt skylt og það eru auðvitað margir sem kannski hafa áhuga á … ja, hvoru tveggja.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Hide picture