fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Eyjan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. skiptust þau á nefndarsætum Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðismanna sem átt hefur sæti í heilbrigðisnefnd borgarinnar, og Björn Gíslason, borgarfulltrúi sem setið hefur í innkaupa- og framkvæmdaráði.

Orðið á götunni að þessi sætaskipti séu niðurstaðan í miklu deilumáli sem upp kom innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna vegna afgreiðslu mála í heilbrigðisnefnd borgarinnar. Þessi niðurstaða sýni líka að Hildur Björnsdóttir hafi enga stjórn á borgarstjórnarflokknum sem er ekki aðeins þverklofinn heldur er hann þríklofinn og logar nú stafnanna á milli.

Orðið á götunni er að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt sér fyrir því að flokkurinn lagði til breytingar á ýmsu er varðar heilbrigðiseftirlitið í borginni. Þegar þær tillögur voru afgreiddar í heilbrigðisnefnd brá svo við að fulltrúi Sjálfstæðismanna í nefndinni, Sandra Hlíf Ocares, tók sér stöðu með borgarstjórnarmeirihlutanum og stóð að því að fella tillögur Ragnhildar Öldu.

Orðið á götunni er að þær Sandra Hlíf og Ragnhildur Alda séu í andstæðum fylkingum í borgarstjórnarflokknum og raunar í Sjálfstæðisflokknum yfirleitt. Sandra Hlíf er handgengin Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna sem er í stuðningsmannaliði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, en Ragnhildur Alda tilheyrir fylkingu sem styður Guðlaug Þór Þórðarson.

Þegar ljóst varð að Sandra Hlíf hafði stillt sér upp með meirihlutanum í borgarstjórn gegn breytingatillögum Ragnhildar Öldu um heilbrigðiseftirlitið varð allt svo að segja bandvitlaust í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna.

Orðið á götunni er að Ragnhildur Alda hafi krafist þess að Söndru Hlíf yrði sparkað úr heilbrigðisnefndinni þar sem hún hefur gegnt varaformennsku. Raunar vildi hún ganga svo langt að sparka Söndru Hlíf úr öllum nefndum og stjórnum. Um þetta urðu mikil átök í borgarstjórnarflokknum. Skemmst er frá því að segja að Hildur varð að láta í undan kröfum Ragnhildar Öldu en náði að koma í veg fyrir að Sandra Hlíf yrði útilokuð með öllu frá nefndasetu fyrir flokkinn fyrir að hafa farið gegn tillögum hans í heilbrigðisnefnd.

Því varð úr að Sandra Hlíf var flutt í innkaupa- og framkvæmdaráðið en Björn Gíslason settur í hennar stað í heilbrigðisnefndina. Orðið á götunni er að klofningurinn í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna hafi verið áþreifanlegur á borgarstjórnarfundinum og klofnaði flokkurinn reyndar þegar kosið var um það hvort Björn Gíslason tæki sæti í heilbrigðisnefndinni. Athygli vakti að Hildur Björnsdóttir sagði ekki orð allan fundinn, ekki einu sinni þegar tillögur hennar eigin flokks um breytingar á heilbrigðiseftirlitinu voru fluttar og vísað frá fyrr á fundinum. Þær tillögur voru mjög keimlíkar þeim tillögum sem Sandra Hlíf hafði áður hafnað sem varaformaður heilbrigðisnefndarinnar.

Orðið á götunni er að Hildur Björnsdóttir sé í litlum og máttlausum minnihluta í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir fer fyrir stærsta flokksbrotinu og hefur meirihluta borgarfulltrúa flokksins í sínu liði.

Orðið á götunni er að útlit sé fyrir mikil og hatrömm átök í aðdraganda leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem haldið verður í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð