fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Eyjan
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil tækifæri liggja í tækniþróun, ekki síst gervigreind. Gervigreindin kallar hins vegar á gríðarlega fjárfestingu og því er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að vera í samstarfi við aðrar þjóðir á borð við það samstarf sem er milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Þannig geta íslensk fyrirtæki fengið aðgang að reynslu og þekkingu, og ekki síst ofurtölvum sem nauðsynlegar eru í þróun gervigreindar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 6
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 6

Það er farið að kólna hér í íslenska hagkerfinu. Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi hér aukist og hagnaður verið nokkuð góður í atvinnulífinu, og ekki kannski hvað síst í fjármálageiranum, þá hefur hagvöxtur á Íslandi ekki verið mikill, hann hefur verið drifinn af fólksfjölgun, en þegar fólksfjölgunin er tekin út úr þessu, þá erum við svona við botninn hjá OECD síðustu hvað, þrjú, fjögur árin. Hvernig sérð þú þetta? Sérðu einhver aðvörunarljós eða er þetta bara eðlileg dýfa? Við erum að kljást við afleiðingar stöðvunar aðfangakeðjunnar í Covid. Það er, það er Úkraínustríðið, það er hitt og þetta. Það eru innanlandsáföll sem í raun og veru enginn mannlegur máttur getur, getur ráðið við. Eru einhver aðvörunarljós sem þú sérð eða erum við bara að fara í gegnum ósköp eðlilega dýfu eftir gott ball?

„Já, þessi hagvöxtur hefur verið rosalega sveiflukenndur þegar maður horfir svona 10 ár aftur í tímann og litast náttúrlega sérstaklega af Covid-tímabilinu og viðspyrnunni eftir það og svona ýmsum hræringum í því. En þegar við horfum fram á veginn getum við Íslendingar vel við unað. Við erum náttúrlega með hérna mikið af orku sem hægt er að nýta og mér heyrist vera, aukin stemning fyrir því að nýta hana betur núna og það mun klárlega drífa hagvöxt. Þó að við séum nú aðeins byrjuð að eldast núna er þjóðin ung miðað við mörg lönd, vel menntað og dýnamískt þjóðfélag. Mikið af nýjum tæknifyrirtækjum og nýsköpun. Þannig að heilt yfir held ég að við getum verið bara mjög brött í samanburði við flest önnur lönd hvað varðar hagvaxtarhorfur.

Svo er eitt sem við þurfum að líta til, það er þessi tækniþróun. Það eru gríðarlegar fjárfestingar í gervigreindinni og, og við þurfum að gæta okkur að vera ötul þar og finna tækifærin og fjárfesta. Ég var t.d. í Skandinavíu um daginn og þar eru nokkur sænsk stórfyrirtæki að taka sig saman að kaupa inn ofurtölvu. Til þess að geta keypt slíka tölvu, þá er það, hvort það eru fimm eða sex risastór sænsk fyrirtæki, sem eru hvert fyrir sig mun stærri en flest fyrirtæki á Íslandi þannig að það er til dæmis eitthvað sem er aðeins vandasamt fyrir, fyrir Ísland að kaupa.“

Liggur þá kannski möguleikinn hjá okkur í að vera með öðrum?

„Já, já, það gæti verið. Núna er búið að setja á koppinn gervigreindarsamstarf yfir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Þannig að það eru klárlega tækifæri þar að geta tengst inn í það og íslensk tæknifyrirtæki geta vonandi fengið bæði aðgang að reynslu og þekkingu og þá mögulega að ofurtölvum líka til að geta sinn hugbúnað. Þannig að að heilt yfir held ég að það séu mjög spennandi tímar fram undan og við eigum bara að nýta okkur tækifærin og halda áfram að byggja upp innviði hérna.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Hide picture