fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Eyjan
Laugardaginn 15. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldmiðillinn er eitt af því sem veldur því að erfitt er, eða nær ómögulegt, að fjármagna íbúðalán til langs tíma á föstum vöxtum nema með miklum tilkostnaði. Þátttaka í stærri gjaldmiðli myndi bæta þá stöðu. Hins vegar þarf að taka tillit til þess að með aðild að stærri gjaldmiðli hverfur svigrúm til að bregðast við áföllum í hagkerfinu með því að láta gengið síga. Þá er bara tvennt eftir: Atvinnuleysi eða nafnlaun og atvinnuleysi er ekki góður kostur. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 3
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 3

Erfitt virðist vera að lána á föstum vöxtum til langs tíma á Íslandi á meðan það er hægt í öðrum löndum. Er það gjaldmiðillinn sem að hefur áhrif á þetta? Er, er erfiðara að fjármagna á viðráðanlegum kostnaði til lengri tíma?

„Að einhverju leyti. Jú, gjaldmiðillinn hefur eitthvað með að segja en svo er þetta líka stærð markaðarins. Þar sem eru stærri, dýpri markaðir og þar eru til dæmis bankar nota afleiður og aðra samninga til þess að verja sig gagnvart þessari áhættu. Það er svona hægari leikur þar sem eru dýpri markaðir. Þannig að það eru klárlega áhrif.“

En segjum nú að við vöknuðum á morgun og værum orðin hluti af evrusvæðinu. Erum við þá ekki orðin hluti af stærri markaði í raun og veru?

„Jú, jú, klárlega. Það er er náttúrulega kosturinn við það að fara í slíkt. Þá er aukinn aðgangur og væntanlega minni tollar og annað slíkt. Og svo eru aðrir kostir. Þetta er náttúrlega hápólitískt, alls konar kostir og gallar sem að verða væntanlega að reifaðir mjög mikið næstu eitt, tvö árin, geri ég ráð fyrir. Sérstaklega þegar það fer að halla undir þjóðaratkvæði. En kannski eitt bara sem mér finnst mjög áhugavert í því samhengi, sem að fólk þyrfti að huga er, nú er ég verkfræðingur og ætlir þú ert að byggja brú eða hvað sem það er, þú ert alltaf, það þarf að geta tekið við sveiflum, hvort sem er jarðskjálfti eða eitthvað. Í efnahagskerfinu eru þá eiginlega þrír möguleikar. Það er gengið, eins og við höfum haft það. Svo er það atvinnuleysi eða nafnlaun. Þjóðfélög, eins og Ísland og önnur lönd, þurfa að geta tekið við sveiflum. Í Evrópu hefur þetta oft verið atvinnuleysi sem fer mikið upp þegar að koma áföll og ég held að það sé ekki góður kostur að það sé hér mikið atvinnuleysi til einhvers tíma. Þannig að það er aðallega gengið eða þá nafnlaun. Þannig að ég hvet fólk og vonandi stjórnmálin líka, að það sé virkilega skoðað hvor leiðin sé betri hvað þetta varðar út frá efnahagslegu sjónarmiði. Svo er margt annað í pólitíkinni sem verður fróðlegt að fylgjast með.“

Það hefur verið gagnrýnt, ég hef nú verið einn af þeim sem hef bent á það að þetta litla krónuhagkerfi kemur í veg fyrir samkeppni meðal annars á íslenskum lánamarkaði, bara á íslenskum fjármálamarkaði hvort sem þú ert að horfa til til lánastarfsemi eða, eða tryggingastarfsemi, vegna þess að það hefur sýnt sig að það er gjaldeyrisáhætta í því fyrir erlent fyrirtæki að koma hingað og bjóða. Margir eru þeirrar skoðunar að við séum að sjá of há tryggingariðgjöld, við séum að sjá of, ja, háa vexti og of háa gjaldtöku í bankakerfinu vegna þessara verndarmúra sem krónan reisir um þessa starfsemi hér á landi. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? Ykkur líður væntanlega vel að vita til þess að hingað koma ekki stórir alþjóðlegir bankar og byrja að keppa á fullu?

„Ja, vel eða ekki vel. Það er svo bara mjög hressandi að vera í dýnamísku samkeppnisumhverfi. Eins og hérna, þú sérð húsnæðislánamarkaðinn, hér eru náttúrlega mjög margir lánveitendur, bæði lífeyrissjóðir og bankar. Og svo er þetta mismunandi. Í innlánum eru nýir bankar að koma til og bara ansi mikil dýnamík í samkeppninni þar. Þegar maður er á ferðalögum erlendis þá er oft spurt: Hafa einhverjir stórir erlendir bankar litið til landsins? Og ég hef allavega ekki heyrt af því og ég held að gjaldmiðillinn sé hluti af skýringunni, en ég held að stærri hluti sé bara smæð landsins. Einhver banki í Bretlandi eða á Norðurlöndunum, þá er þetta bara svo lítið landsvæði, þá fara þeir frekar og setja bara aðeins meiri sóknarhug í, eitthvað hverfi í Stokkhólmi eða minni bæ á Englandi eða eitthvað svoleiðis.“

Við erum eins og Coventry.

„Já, nákvæmlega. Ég held að það sé stærri hluti af þessu, eitthvað samband af þessu tvennu, klárlega.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Hide picture