fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Eyjan
Laugardaginn 8. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að þingmál geti lifað milli þinga er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni. Einnig blasir við að til að Ísland geti gengið í Evrópusambandið þarf að breyta stjórnarskránni til að heimila slíkt ríkjasamstarf. En það er fleira sem getur þurft að horfa til þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dagur B - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Dagur B - 2

„Það er ýmislegt sem væri ástæða til þess að skoða. Ég er til dæmis núna formaður nefndar sem að er að skoða viðbrögð við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins um kosningaklúðrið í Borgarnesi. Og þó að sá dómur hafi raunar komist þeir að þeirri niðurstöðu að verklag þingsins sjálfs við að skera úr, varðandi kosningakærur, hafi verið að ýmsu leyti til fyrirmyndar og standist í raun hérna þá mælikvarða sem þarf að leggja, þá segir dómurinn og setur spurningarmerki við það að Alþingi hafi síðasta orðið og þar með að þingmenn sem eru að taka sæti á þingi úrskurði um bæði eigið hæfi og niðurstöðu kosninga. Þannig er þetta í sumum þjóðþingum en þeim fer fækkandi.“

Má ekki líka efast um umboð ef það leikur einhver vafi og það þarf að túlka niðurstöðu kosninga. Er þá ekki umboð þingsins, er ekki hægt að setja spurningarmerki við það?

„Á meðan stjórnarskráin er svona, þá er umboðið alveg afdráttarlaust. Hins vegar getur maður velt upp spurningum um ásýnd og trúverðugleika. Og þetta erum við núna að setjast yfir, þingmenn úr öllum flokkum, til þess að velta vöngum og ég ætla svo sem ekki að gefa út einhverja afstöðu mína eða annarra með það fyrr en við erum búin að kafa svolítið ofan í þetta. Við munum kalla til fullt af sérfræðingum og vonandi verður einhver almenn umræða um þetta líka, bara í samfélaginu. Þetta er eins og svo margt, það er enginn leið kannski alveg fullkomin. En einhverja leið verður að hafa. Þessa leið sem er núna eða aðra. Það er búið að reyna að gera ákveðnar betrumbætur. En þarna er ákvæði í stjórnarskránni sem þyrfti þá hugsanlega að breyta ef það á að breyta því að Alþingi hafi síðasta orðið.“

En þessi vinna í þingnefndinni, hún er komin frekar skammt á veg, er það ekki?

„Jú, við vorum bara að taka til starfa.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Hide picture