fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Eyjan

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Eyjan
Þriðjudaginn 21. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameiningar fyrirtækja á fjármálamarkaði eru fyrst og fremst ætlaðar til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra. Regluverkið fyrir kerfislega mikilvæga banka er mikið og Arion er í dag minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum. Hagkvæmari rekstrareiningar búa líka bankana undir utanaðkomandi samkeppni, sem myndi aukast ef Ísland gengur í ESB. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Benedikt Gíslason - 6
play-sharp-fill

Benedikt Gíslason - 6

Nú er ríkisstjórn sem er með það yfirlýsta markmið að láta þjóðina kjósa um framhald aðildarviðræðna að ESB. Nú eru náttúrlega alls konar sameiningar í gangi, þið eruð í viðræðum við Kviku. Íslandsbanki er í viðræðum við Skaga. Íslandsbanki og Arion banki voru líka aðeins að skoða …

„Já, já, við hófum þá vegferð.“

Eru bankarnir farnir að búa sig undir það að það sé raunhæfur möguleiki á að við förum inn í ESB og hér verði virk utanaðkomandi samkeppni á komandi árum?

„Aðallega erum við að reyna leita leiða til þess að reka þessi fyrirtæki með hagkvæmari hætti. Regluverkið er mjög mikið og bara sem dæmi get ég fullyrt það að Arion er í dag minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum og einn af þeim minnstu í Evrópu. Það sem vakið fyrir okkur er í rauninni bara að ná fram skala. Við erum töluvert minni en Landsbankinn líka að stærð og þó að við myndum sameinast Kviku værum við samt minni en Landsbankinn. Og við erum bara að reyna að leita leiða til þess að, hvað skal segja, nýta þá þekkingu sem er þó til með betri hætti fyrir svona litlar einingar í að vinna með regluverkið og sækja fram.“

Benedikt segir Kviku vera með ótrúlega margar spennandi fjártæknilausnir sem bjóði upp á tækifæri, auk starfsemi í Bretlandi sem bjóði upp ávaxtatækifæri. „Það er fullt af tækifærum. Og, eins og þú bendir á, vera þá kannski betur í stakk búin að keppa við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndum ef það opnast meira á þennan markað.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
Hide picture