fbpx
Mánudagur 13.október 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði
Mánudaginn 13. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá hefur Miðflokkurinn kosið sér varaformann en varaformaður Miðflokksins virðist vera staða sem stundum þarf að manna og stundum ekki. Staðan hefur ekki verið mönnuð síðustu fjögur árin, eða frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, einn Klausturbarsvíkinga flokksins, lét af því embætti.

Svarthöfði bjóst fastlega við því að annar Klausturbarsvíkingur, Bergþór Ólason, myndi setjast í stól varaformanns en reyndist ekki sannspár í þeim efnum. Fyrir hálfum mánuði sagði Bergþór af sér sem þingflokksformaður, öllum að óvörum, og boðaði fljótlega eftir það framboð til varaformanns. Allt virtist vera eftir vel æfðu handriti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður, sagðist ætla að kynna nýjan þingflokksformann í síðustu viku og fátt virtist geta komið í veg fyrir að Bergþór yrði krýndur varaformaður á landsþinginu nú um helgina.

Þá bar svo við að tveir nýir þingmenn flokksins skelltu sér í varaformannsslaginn, þau Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson. Ekki var kynntur til sögunnar nýr þingflokksformaður og bjuggust ýmsir við því að beðið væri eftir varaformannskosningunni og það þeirra Ingibjargar og Snorra sem hreppti annað sætið yrði verðlaunað með formennsku í þingflokknum.

En það er nú einu sinni svo með vönduð áform manna og músa að þau geta hæglega farið í vaskinn. Þegar Bergþór mætti á landsþingið og fór að ræða við fulltrúa komst hann fljótt að því að það var einfaldlega engin eftirspurn eftir honum. Hann sá þann kost vænstan að draga framboð sitt til baka og afstýra þannig þeirri niðurlægingu að vera flengdur í kosningu.

Snorri Másson var svo kosinn varaformaður með miklum yfirburðum og greinilegt er að Miðflokkurinn hefur nú skipað sér í sveit með öfgahægriflokkum í heiminum. Þær áherslur sem Snorri hefur sett fram frá því að hann gekk til liðs við Miðflokkinn á síðasta ári sverja sig mjög í ætt við áherslur erlendra hægriöfgamanna á borð við Charlie Kirk, sem veginn var úr launsátri vestur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Svarthöfði veltir því fyrir sér hvort Miðflokkurinn sé að bregðast við herskárri öfgahægristefnu sem Samband ungra Sjálfstæðismanna setti fram á þingi sínu í síðustu viku en nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hyggst nú reyna að ná viðspyrnu með því að fara út til hægri fremur en að sækja inn á miðjuna. Eindregin hægristefna SUS er algerlega í takt við málflutning nýrrar forystu flokksins.

Svarthöfði lítur á það sem hugrekki eða jafnvel fífldirfsku af hálfu Sjálfstæðismanna að ætla að reyna að endurheimta fyrri stöðu flokksins með því að sækja út til hægri og keppa við Miðflokkinn um kannski 10-15 prósent kjósenda í stað þess að flagga frjálslyndisfána og sækja inn á miðjuna þar sem miklu meira en helmingur kjósenda heldur sig.

Þá telur Svarthöfði það vera mikla bjartsýni hjá Sjálfstæðismönnum ef þeir halda að þeir geti keppt við Snorra Másson í lýðskrumi og fagurgala sem höfðar til ungra og öfgasinnaðra karla. Snorri hefur sýnt það að þegar kemur að lýðskrumi og afturhaldi er hann á heimsmælikvarða. Jafnvel þótt Sjálfstæðismönnum tækist að toppa Snorra á þessum sviðum er eins víst að þeir missa enn fleiri kjósendur frá sér inn á miðjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
EyjanFastir pennar
13.09.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
EyjanFastir pennar
12.09.2025

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin