fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Eyjan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins gerir stöðuna innan þingflokks Samfylkingarinnar að umtalsefni, en athygli vakti í vikunni þegar gengið var fram hjá Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra, í kosningu um þingflokksformann flokksins.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði til að Guðmundur Ari Sigurjónsson yrði kjörinn þingflokksformaður  og var tillagan samþykkt af þingflokknum.

Margir bjuggust við því að Dagur fengi ábyrgðarstöðu í þingflokknum en af því verður ekki. Sjálfur lýsti Dagur því í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði verið tilbúinn að takast á við verkefnið og hafi alveg eins átt von á því að fá það í hendurnar. En allt kom fyrir ekki.

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins virðist hafa gaman af þessu og segir í pistli sínum í dag:

„Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ætl­ar ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún met­ur Dag B. Eggerts­son, þing­mann flokks­ins og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.“

Höfundur rifjar svo upp þegar Kristrún sendi skilaboð til mögulegs kjósanda flokksins þess efnis að Dagur yrði ekki ráðherra og það væri hægt að strika hann út ef kjósendur flokksins vildu hann ekki á þing.

„Dag­ur var í fram­hald­inu strikaður svo hressi­lega út að hann lækkaði um sæti á lista flokks­ins,“ segir staksteinahöfundur sem heldur áfram:

„Þá kom að ráðherra­vali og þar hafði Kristrún þrjá stóla að bjóða Degi, en hann fékk eng­an. Í að minnsta kosti tvo stól­anna voru sett­ir þing­menn sem aug­ljós­lega hafa minni reynslu en Dag­ur og úti­lokað er fyr­ir formann flokks að segja að séu hæf­ari, nema Dag­ur sé al­veg ónot­hæf­ur að mati for­manns­ins.“

Hann segir að lokum að loks hafi fengist tækifæri til að bæta hlut Dags og velja hann sem þingflokksformann.

„En þá fékk hann aft­ur skila­boð frá for­mann­in­um sem valdi mann með aug­ljós­lega minni reynslu en fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og fyrr­ver­andi vara­formaður flokks­ins. Dag­ur seg­ir að hann hefði verið til­bú­inn að taka að sér þing­flokks­for­mennsk­una, en Kristrún var ekki til­bú­in. Hvað næst? hlýt­ur Dag­ur að spyrja sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins