fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Eyjan

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Eyjan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur mætt á Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, frá því að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var kynntur skömmu fyrir jól. Morgunblaðið hefur gengið sérstaklega hart gegn flokki hennar, Flokki fólksins. Sem dæmi má nefna að í skoðanadálki ViðskiptaMoggans í dag segir:

„Inga lýsir því að eignum almennings sé beinlínis stolið, væntanlega þá af stjórnmálamönnum sem ákveða vegferðina. Nú þegar hún sjálf límir saman ríkisstjórnina og hefur öll þau völd sem hún kærir sig um þá gerir hún ekkert.“

Eins vakti miðillinn á því athygli í gær að Flokkur fólksins er skráður sem frjáls félagasamtök en ekki sem stjórnmálasamtök og hefur því undanfarin þrjú ár þegið styrki úr ríkissjóði án þess að eiga rétt til þess.

Þingmenn úr stjórnarandstöðunni hafa líka farið mikinn í gagnrýninni en þar er skemmst að minna á að Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendi Flokki fólksins væna pillu í aðsendri grein hjá Vísi í dag þar sem hún skrifaði:

„Það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt.“

Inga Sæland svarar nú gagnrýninni fullum hálsi. Hún furðar sig á því hvað auðvaldið ætlar nú að leggja mikið á sig til að reyna að sverta flokk hennar, sérstaklega þar sem Alþingi hefur ekki einu sinni komið saman síðan ríkisstjórnin tók við völdum.

Hún segir að fjölmiðlar sem hafi tekið þátt í þessari aðför að henni, sem eru í eigu auðmanna og stjórnmálaafla, séu að koma fram við fólkið í landinu eins og fífl. Hún skrifar á Facebook:

„Ég vil senda ykkur öllum hjartans þakkir fyrir að standa vaktina með okkur þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega.
Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram.

Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna.

Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.

Ekki missa vonina því hún er yfir og allt um kring.

Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði.

Bjartsýni og bros bjarga deginum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi