fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Eyjan
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor gæti Sjálfstæðisflokkurinn endað valdalaus í minnihluta í nær öllum helstu sveitarfélögum landsins ef úrslitin verða eitthvað í námunda við þær skoðanakannanir sem birtar hafa verið í sumar.

Orðið á götunni er að núverandi ríkisstjórnarflokkar gætu fengið meirihluta í öllum stærri sveitarfélögum landsins, að Garðabæ einum undanskildum. Þá er um að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Akureyri, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Árborg. Íbúafjöldi þessara sveitarfélaga er 280 þúsund manns eða 72 prósent landsmanna.

Í nýjustu Gallupkönnun mælist Samfylkingin með 40 prósent fylgi bæði í Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur. Viðreisn er einnig með vænlegt fylgi þar.

Víða úti á landi mælast stjórnarflokkarnir einnig með mikið fylgi. Í könnun Gallups vakti mikla athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi reyndist einungis vera 8,8 prósent – sem varla getur talist uppörvandi fyrir varaformann flokksins!

Nú eru átta mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og tíminn er fljótur að líða. Orðið á götunni er að haldi stjórnarandstaðan uppteknum hætti málþófs og fíflagangs í þinginu á komandi þingvetri þá geti þetta hæglega orðið raunin.

Verði Sjálfstæðisflokkurinn einnig nær valdalaus á sveitarstjórnarstiginu þá vaknar spurningin um forystu flokksins og þolinmæði þeirra flokksmanna sem eftir eru.

Orðið á götunni er að slík staða gæti orðið upphafið að endinum hjá flokknum sem að óbreyttu verður aldargamall árið 2029.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum