fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Eyjan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tjái sig um þá verndartolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt járnblendi og kísiljárn, frá Íslandi og Noregi. Ekkert hefur heyrst frá ráðherranum um málið en vika er liðin síðan greint var frá áformunum opinberlega.

Guðrún ritar um stöðuna á Facebook og hrósar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir viðbrögð sín:

„Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gagnrýnt þessi áform. Hún hefur sagt skýrt að fyrirhugaðir tollar Evrópusambandsins brjóti gegn EES samningnum. Það er mikilvægt og rétt viðbragð. En það eitt og sér dugir ekki.“

Guðrún segir nauðsynlegt að sá ráðherra sem sitji í forsæti í ríkisstjórninni láti í sér heyra vegna stöðunnar:

„Forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um fyrirhugaðar verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem beinast gegn löndum utan tollabandalagsins, þar á meðal Íslandi og Noregi. Það vekur óneitanlega spurningar af hverju ríkisstjórnin lætur þetta mál viðgangast án þess að forsætisráðherra, æðsti trúnaðarmaður þjóðarinnar, tali skýrt fyrir Íslands hönd. Ég skora því á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að leggjast á árarnar með þjóðinni. Við þurfum að tala skýrt og benda á með óumdeildum hætti að svona koma vinaþjóðir einfaldlega ekki fram hver við aðra.“

ESB

Guðrún ítrekar fyrri orð sín um að málið snúist um samkeppnishæfni atvinnulífs á Íslandi sem sé forsenda velferðar í landinu og hvaða skoðun sem íslenskir stjórnmálamenn og aðrir landsmenn kunni að hafa á Evrópusambandinu hljóti það að vera sammála um að hagsmunir Íslands eigi að vera í forgangi:

„Sama hvaða afstöðu fólk hefur til aðildar að Evrópusambandinu, þá ættum við öll að geta verið sammála um það grundvallaratriði að hagsmunir Íslands eigi alltaf að vera í forgangi, sérstaklega í málum sem snerta sjálfstæði okkar og lífskjör. Ég tel tímabært að stjórnarandstaða og stjórnarmeirihluti sameinist um að verja þessa mikilvægu hagsmuni Íslands. Við verðum að tala með einni röddu, óháð flokkslínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á sjálfstæða hagsmunagæslu Íslands og það hlutverk er brýnt nú sem aldrei fyrr. Það er sameiginleg skylda okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“