fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Eyjan
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 21. júlí eru 65 prósent landsmanna ánægð með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ í 71. gr. þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Um er að ræða neyðarhemil sem finna má í þingskapalögum sem gerir forseta Alþingis kleift að stöðva málþóf. Deilt hefur verið um viðurnefið:„kjarnorkuákvæði“ sem mun vera innflutt frá Bandaríkjunum, en þar sem Prósent notaði umdeilda gælunafnið í könnun sinni verður það notað hér.

Aðeins 22 prósent sögðust óánægð og 14 prósent voru hvorki ánægð né óánægð.

Karlar voru maktækt óánægðari með beitinguna en konur, en 25% karla voru óánægðir á meðan aðeins 18% kvenna sögðust óánægðar. Hlutfall ánægðra var þó áþekkt milli kynja, 65% karla og 64% kvenna.

Ánægðasti aldurshópurinn voru þeir sem eru 65 ára eða eldri en 75% svarenda úr þeim hóp voru ánægðir og aðeins 18% óánægð. Minnst ánægðir voru ungir svarendur á aldrinum 18-24 ára en aðeins 49 prósent þeirra sögðust ánægðir. Fjöldi ánægðra eykst með hækkandi aldri en óánægðastir voru þó 35-44 ára þar sem 27% voru óánægðir en næst óánægðast var unga fólkið með 26% óánægju.

Hvað varðar búsetu þá voru 68% svarenda á höfuðborgarsvæðinu ánægðir en 59% svarenda á landsbyggðinni. 27% voru óánægð á landsbyggðinni en 19% á höfuðborgarsvæðinu.

Kjósendur Samfylkingarinnar voru ánægðastir en þar voru 95% ánægja. Næst kom Viðreisn með 88% og svo Flokkur fólksins með 81%. Aðeins 6% Sjálfstæðismanna voru ánægðir á meðan 69% voru óánægðir. 15% kjósenda Miðflokksins voru ánægðir en 69% óánægðir. Kjósendur annarra flokka voru 73% ánægðir og 16% óánægðir.r.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins