fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Eyjan
Föstudaginn 2. maí 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn höfðu fyrir því að mennta sig til starfa fyrir íslensku þjóðina. Einn lærði lög en hinir tveir völdu að gerast laganna verðir. Annar þeirra tveggja stýrir umferð en dreymir stærri drauma.

Tveir þeirra völdust til starfa hjá sérstökum saksóknara sem sér um rannsóknir á því sem talið er geta skaðað hagsmuni lands og þjóðar. Þar þarf einvala lið, heiðarlegt og ábyrgt.

Það þarf karakter til að axla ósýnilega ábyrgð – en launin eru víst alltaf ríkistaxtar.

Þeir sáu sér því hag af því að stofna njósnafyrirtæki og geta haft að féþúfu áhyggjufullt fólk sem veit ekki aura sinna tal. Töluverð eftirspurn er eftir slíkri þjónustu að því er virðist.

Með stofnun njósnafyrirtækisins lögðu þeir að veði sjálfa sig, heiður og manndóm allan og fyrir hvað? Peninga.

Þeir voru reiðubúnir til að gera sjálfa sig að ómerkingum, valda fjölskyldum sínum sorg og skömm og fyrir hvað? Peninga.

Þeir voru klókir að selja sérþekkingu sína á almannahagsmunarannsóknum í hendur þeirra sem eilíflega halda að einhverjum, jafnvel heilli þjóð, sé í nöp við þá.

Hugsið ykkur að vera sá?

Sá sem heldur að allir hati hann? Sá sem getur keypt allt. Sá sem er eilíflega hræddur en sýnir það aldrei. Meistari afdráttarlausra og áberandi samstarfs- og vinslita! Sem velur sem sína hægri hönd lögfræðing sem finnur það upp hjá sér að leika undirförulan harðjaxl í návist ,,undirsáta sinna.“

Hvaða glataða spennumynd er þetta eiginlega? Um hvað er hún? Um auðkýfing sem vill vita ALLT um hugsanlega, mögulega og ómögulega óvini sína. Um „bad cops“ sem fylla veskin með lögbrotum og njósnum um annað fólk. Um kókómjólkurnjósnara sem ljúga að öllum, blekkja marga og ekki síst sína vænisjúku viðskiptavini sem þeir greinilega svo óttast, að þeir njósna um þá líka!

Lítið gefa þeir fyrir nætursvefninn þessir ágætu menn allir saman. Maður á að sofa á nóttunni!

Ég vona innilega að allar þessar sögupersónur muni hið fyrsta; Get over themselves! og við þá og aðra sjálfskipaða útlaga segi ég:

Það hatar ykkur enginn eins og þið hatið ykkur sjálfa.

Þótt þið séuð ævintýralega hallærislegir þá eruð þið, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alltaf, strákarnir okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
02.04.2025

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
01.04.2025

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn