fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Eyjan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 17:30

Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðssetning og sjálfbærni er það fyrsta sem skorið er niður þegar þrengir að í hagkerfinu. Þetta er mjög miður vegna þess að viðspyrnan verður miklu auðveldari ef fyrirtæki gæta þess að halda vörumerkinu á lofti líka í efnahagsþrengingum. Síðasta ár var erfitt hjá auglýsingastofum. Það var ekki eitt heldur allt – efnahagsólga, háir vextir, kjaradeilur og svo kosningar og allt auglýsingaplássið uppselt. Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA), er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Anna Kristin Kristjansdottir - 5
play-sharp-fill

Anna Kristin Kristjansdottir - 5

„Síðasta ár var bara mjög skrítið og erfitt fyrir margar auglýsingastofur. Það var bara svo margt í gangi og þetta er náttúrlega líka Ísland í hnotskurn. Það voru ekki bara náttúruhamfarir heldur líka efnahagsólga og vaxtastig og síðan bætast einhvern veginn kjarasamningar ofan á og það er einhvern veginn alltaf allt í gangi í einu.“

Svo komu kosningar.

„Já, og svo komu kosningar ofan í það og þá var allt auglýsingaplássið uppselt. Við getum haldið endalaust áfram. En síðasta ár var erfitt. Það er einmitt málið að auglýsingabransinn er háður því sem er að gerast í samfélaginu og við í raun og veru verðum að stökkva af stað. Tökum sem dæmi að þegar Covid var vorum við með Almannavarnir sem þurftu mikið á aðstoð að halda við að koma skilaboðum áleiðis. Auglýsingabransinn er að starfa fyrir fullt af apparötum sem þurfa bara að koma upplýsingum á framfæri.“

Anna Kristín segir aðila af þessu tagi lenda í því að þurfa allt í einu að koma upplýsingum á framfæri og það geti verið snúið fyrir þá sem eru ekki í þessu á hverjum degi. Þá koma auglýsingastofurnar inni málið. „Það þarf að finna hvaða miðil á að nota og hvernig komum við skilaboðunum til skila. Miðillinn getur verið SMS – en sumir nota bara ekki SMS lengur af því þeir nota bara eitthvað annað. Það er að svo mörgu að huga, en efnahagslega fyrir okkur, klárlega þegar fyrirtæki taka í handbremsuna og skera niður kostnað þá er markaðskostnaðurinn því miður eitt það fyrsta sem skorið er. Núna bættist sjálfbærnin við, held ég, ég held að það hafi verið köttað, þetta tvennt.“

Hún segir það mjög miður að fyrst skuli skorið niður á þessum sviðum þegar þrengir að hjá fyrirtækjum. „Úthald er svo mikilvægt og ekki síður í markaðsmálum að halda sýnileikanum á lofti af því að viðspyrnan verður miklu betri eftir erfiðleika ef þú ert búinn að halda vörumerkinu þínu á lofti.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Hide picture