fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Eyjan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 08:00

Elon Musk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á milli Elon Musk og fyrrum viðskiptafélaga hans hafa orðið til þess að starfsfólk Hvíta hússins hrukkar ennið. Fjölmiðlar segja að grunnt sé á því góða á milli Musk og Hvíta hússins þessa dagana.

Donald Trump sparaði ekki stóru orðinn á miðvikudaginn þegar hann kynnti fyrirhugað milljarða verkefni sem hefur fengið nafnið „Stargate“. Hann sagði verkefnið, sem er unnið í samstarfi ríkisins, OpenAI, Softbank og Oracle, vera „stórkostlegt“ og „frábært“. Verkefnið snýst um fjárfestingar í gervigreind og verður 500 milljörðum dollara varið í það.

En Musk, sem er einn helsti stuðningsmaður Trump, var ekki hrifinn af kynningunni á verkefninu og setti sig strax í stellingar við að gagnrýna á samfélagsmiðli sínum X. „Þeir eiga ekki peninga fyrir þessu,“ skrifaði hann.

Politico segir að þessi athugasemd hafi fallið í grýttan jarðveg í Hvíta húsinu. Ónafngreindur heimildarmaður sagði miðlinum að starfsfólk Trump hafi verið öskureitt vegna ummælanna.

Annar heimildarmaður sagði að Musk hafi fram að þessu nýtt náið samband sitt við Trump til hins ýtrasta.

Reuters hefur eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump að þetta gæti hafa markað upphafið á endinum að hinu nána sambandi Trump og Musk en Musk á meðal annars að stýra vinnunni við hagræðingu í ríkisrekstri.

OpenAI, sem tekur þátt í Stargate-verkefninu, er í eigu Sam Altman. Hann og Musk hafa tekist opinberlega á um stjórnun AI en þeir komu báðir að stofnun fyrirtækisins. Musk hefur verið viðriðin fjölda málsókna á hendur fyrirtækinu.

Altman sat ekki þegjandi undir gagnrýni Musk um að fyrirtækin, sem taka þátt í Stargate-verkefninu, eigi ekki peningana sem þau hafa lofað í verkefnið og skrifaði á X: „Rangt eins og þú veist örugglega. Þetta er frábært fyrir landið. Ég veit að það sem er gott fyrir landið er ekki alltaf það besta fyrir fyrirtækin þín, en ég vona að í hinu nýja hlutverki þínu munir þú setja hagsmuni Bandaríkjanna ofar öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið