fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Eyjan

Efling vísara kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu til ríkissáttasemjara

Eyjan
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 15:38

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag vísaði í dag kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara. Samkvæmt fréttatilkyningu hafa fulltrúar Eflingar t fimm samningafundi við SFV, frá því um mitt sumar, en án þess að nokkuð hafi þokast áfram í deilunni. Því sá samninganefnd Eflingar ekki annan kost í stöðunni á fundi sínum í gær heldur en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Í tilkynningunni segir að Efling fari fram á að þeirri launastefnu sem samið var um við Samtök atvinnulífsins í mars síðastliðnum verði fylgt og að um verði að ræða sömu hækkanir og samið verður um við ríkið. Meginkrafa Eflingar í viðræðunum snýr hins vegar að því að finna lausn á undirmönnun og ofurálagi á hjúkrunarheimilum. Samninganefnd Eflingar er reiðubúin að fallast á langtímakjarasamninga verði tekið á þeim vanda með tímasettum, raunhæfum aðgerðum á samningstímanum.

Sívaxandi mönnunarvandi á hjúkrunarheimilum hefur leitt til ósjálfbærs ástands. Í kröfugerð Eflingar er bent á að sökum þess hafi álag og streita starfsfólks aukist í sífellu, sem aftur leiðir til hættu á auknum veikindum til skemmri eða lengri tíma og kulnun í starfi. Starfsfólk í umönnun er þá í æ meira mæli látið sinna verkefnum sem heilbrigðismenntað starfsfólk ætti með réttu að sinna en einnig verkefnum sem ekki eru umönnun heldur þvottum og hreingerningum, svo eitthvað sé nefnt. Af þessum sökum öllu gefst starfsfólk sífellt minni tími til gefandi samskipta við heimilisfólk, sem leiðir til skertra lífsgæða þess og slakari þjónustu.

Í þessu ljósi kallar Efling eftir því að viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum verði rýnd og endurskoðuð, og ráðstafanir gerðar til að tryggja ásættanlega mönnun. Einnig að skilgreint verði með skýrari hætti hvaða verkefni fallir undir verksvið starfsfólks í umönnun, auk annarra krafna.

„Samninganefnd Eflingar er mönnuð fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þau hafa unnið mikla undirbúningsvinnu og útbúið hnitmiðaða kröfugerð sem snýst um helstu vandamálin sem að þau takast á við á sínum vinnustöðum. Kröfurnar snúast fyrst og fremst um að finna lausn á þeirri undirmönnun og því ofurálagi sem að ríkja allt of víða á hjúkrunarheimilunum. Því miður hefur samtalinu við SFV lítið sem ekkert miðað áfram, þrátt fyrir að við höfum mætt lausnamiðuð til leiks og tilbúin til að ná samningum hratt og örugglega. Þess vegna tók samninganefnd Eflingar í gær ákvörðun um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara,“ er haft eftir  Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Kristrúnar Frostadóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Kristrúnar Frostadóttur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hannes kennir viðreisn um húsnæðisvandann og Pawel snýst til varnar – „Ég skammast mín núll fyrir þennan árangur“

Hannes kennir viðreisn um húsnæðisvandann og Pawel snýst til varnar – „Ég skammast mín núll fyrir þennan árangur“