fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Hve miklu fé eru forsetaframbjóðendur að verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. maí 2024 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan SAHARA hefur sett upp mælaborð sem fylgist með því í rauntíma hvað frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru að gera á Google, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum.

Mælaborðið, sem er beintengt við gögn hjá Google og Meta, er öllum aðgengilegt á slóðinni sahara.is/kosningar24.

Í fréttatilkynningu kemur fram að auk samanburðar á því hve miklu fé frambjóðendur verja í auglýsingar á miðlum Meta, sýnir mælaborð SAHARA meðal annars upplýsingar um þróun á fjölda fylgjenda allra frambjóðenda á samfélagsmiðlum og hvernig áhugi er á viðkomandi, byggt á leitum í leitarvél Google, og gefur þannig að einhverju leyti vísbendingar um vinsældir eða óvinsældir frambjóðendanna.

SAHARA er auglýsingastofa sem veitir fyrirtækjum heildstæða þjónustu í stafrænni markaðssetningu. „Sérfræðingar Sahara hreykja sér af því að vera gagnadrifin og tóku því saman þetta mælaborð til að fylgjast með helstu gögnum í kringum samfélagsmiðla og Google í aðdraganda forsetakosninganna. Við tókum saman sambærilegt mælaborð í síðustu alþingiskosningum og sáum okkur leik á borði að endurtaka þann leik og vonum að almenningur hafi fyrst og fremst gaman af þessu,” segir Andreas Aðalsteinsson, yfirmaður stafrænnar deildar og partner hjá SAHARA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli