fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

Trump er að verða búinn með peninga annarra – Lögfræðikostnaður upp á 12 milljónir á dag

Eyjan
Mánudaginn 8. apríl 2024 07:00

Skórnir eru ekki í ódýrari kantinum en eflaust vilja margir stuðningsmenn Trump eignast eins og eitt par.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn daginn selur Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, sérhannaða skó og daginn eftir reynir hann að selja biblíur, með ættjarðarástarívafi, á 60 dollara og Victory47 ilmvatn á 99 dollara.

Pólitískur varningur er ekki nýtt fyrirbæri í bandarískum stjórnmálum en þörf Trump fyrir að halda peningaflæðinu gangandi er hins vegar í sérflokki. Hann verður að fjármagna dýra kosningabaráttu og greiðslur til hers lögmanna sem reyna að koma honum gegnum þá flóðbylgju réttarhalda og ákæra sem hafa dunið á honum síðustu árin.

Frá því að hann tapaði í forsetakosningunum í nóvember 2020 hefur hann greitt rúmlega 107 milljónir dollara í lögmannskostnað og annan kostnað vegna hinna mörgu réttarhalda sem hann þarf að takast á við. Þetta svarar til þess að hann hafi greitt sem nemur um 12 milljónum íslenskra króna á dag.

Þetta kemur fram í útreikningi sem New York Times gerði nýlega og byggir á opinberum upplýsingum fjárstreymi Trump.

Flestir myndu væntanlega bogna undan útgjöldum af þessari stærðargráðu en Trump hefur getað staðið undir þessu með peningum frá gjafmildum almennum borgurum, gjafmildum fjársterkum styrktaraðilum og neti pólitískra peningaveita sem tengjast Trump nánum böndum. Sjálfur hefur hann ekki þurft að greiða einn einasta dollara sjálfur.

Skýringin á þessu er flókin en í grunninn snýst þetta um hvernig Trump hefur flutt peninga, sem hann aflaði eftir ósigurinn í kosningunum 2020, á milli reikninga.

Eftir ósigurinn bað Trump stuðningsfólk sitt um að fjármagna „election defense fund“ sem átti að sanna að úrslitum kosninganna hefði verið hagrætt. Það sýndi sig að stuðningsmenn hans voru meira en reiðubúnir til að leggja fram fé í sjóðinn.

Frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir þann 4. nóvember 2020 og þar til Biden var settur í embætti þann 20. janúar 2021, tókst Trump að safna 254 milljónum dollara á netinu. Peningarnir streymdu svo hratt inn að þann 9. nóvember  stofnaði hann nýja pólitíska aðgerðarnefnd, sem nefnist „Save America PAC“ sem átti að geyma peningana. En aðeins lítill hluti af peningunum var notaður til að fjármagna endurtalningu atkvæða og til að greiða lögmannskostnað vegna kosninganna.

Megnið af peningunum var lagt inn á reikning Save America PAC og hafa þeir síðan færst á milli sjóða í litlu neti sjóða í eigu Trump. Þessi uppsetning hefur gert Trump kleift að nota peningana til að fjármagna kosningabaráttu og greiða lögmannskostnað og það á löglegan hátt því það er hægt að réttlæta þetta með því að dómsmálin tengist því sem hann gerði sem forseti og frambjóðandi og falli því undir reglur um hvernig má nota peninga sem eru gefnir til stjórnmálamanna til að fjármagna pólitíska baráttu þeirra.

En vandinn sem Trump stendur nú frammi fyrir er að hann er að verða búinn með þessa peninga, peninga sem hann fékk frá öðrum.

TV2 segir að flestir af þekktustu lögmönnum Trump hafi fyrir löngu síðan náð því marki að fá meira en 5 milljónir greiddar frá Trump fyrir störf í hans þágu.

Samkvæmt útreikningum Bloomberg og The New York Times þá tæmast sjóðir Trump í sumar ef útstreymið úr þeim heldur áfram á sama hraða.

Þá stendur Trump frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að greiða kostnaðinn með sínum eigin peningum eða  finna nýjar leiðir til að fjármagna þessi útgjöld.

Trump hefur rætt um auðæfi sín og að þau geri honum kleift að gera það sem hann vill. Ef ummæli hans frá 2015 eru skoðuð, þá sagði hann: „Ég hef ekki þörf fyrir peninga annarra. Það er gott. Ég nota mína eigin peninga. Ég nota ekki peninga frá lobbíistum eða öðrum. Ég er mjög ríkur.“

En í dag bendir allt til að peningar frá öðrum skipti hann miklu máli.

Nýlega hvatti Trump fleiri til að lesa Biblíuna og sagði við það tækifæri „Make America Pray Again“. En eins og einhver sagði þá er kannski réttara að segja „Make America Pay Again“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur