CNN segir að í kjölfar kappræðnanna og yfirlýsingar Swift, hafi rúmlega 370.000 manns heimsótt heimasíðuna vote.org en á henni geta Bandaríkjamenn skráð sig sem kjósendur.
Samkvæmt tölum frá vote.org skiluðu þessar heimsóknir skráningu 200.000 nýrra kjósenda á aðeins 38 klukkustundum. 52.222 skráðu sig sem kjósendur og 144.242 staðfestu fyrri skráningu sína sem kjósendur.
En spurningin er síðan hvort það hafi verið slök frammistaða Trump í kappræðunum sem fékk fólkið til að skrá sig eða hvort það hafi verið góð frammistaða Harris sem fékk það til að skrá sig? Eða var það kannski stuðningsyfirlýsing Swift sem gerði útslagið?
Margir af nýju kjósendunum eru í hinum svokölluðu sveifluríkjum en þar geta örfá atkvæði verið afgerandi fyrir niðurstöður kosninganna í nóvember.
Þetta á til dæmis við í Arizona en þar skráðu 1.187 nýir kjósendur sig og 3.399 staðfestu fyrri skráningu sína. Í þessu samhengi má nefna að í forsetakosningunum 2020 sigraði Joe Biden í ríkinu með 10.457 atkvæða mun.