fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Minningargrein um lifandi mann

Svarthöfði
Fimmtudaginn 7. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfuðástæður þess að Svarthöfði les Morgunblaðið eru minningargreinarnar. Eins langt og munað er, hefur blaðið birt minningargreinar um látið fólk. Það er fallegur siður og eiginlega séríslenskur – að minnsta kosti í þessum mæli.

Út frá þessu var brugðið í blaði gærdagsins, þegar birt var minningargrein eftir formann Sjálfstæðisflokksins um fráfarandi formann Samtaka eldri sjálfstæðismanna, Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis. Það sem er óvenjulegt er að Halldór er enn meðal lifenda.

Svarthöfði hefur reyndar dáðst að því framtaki sjálfstæðismanna að stofna sérstök samtök þeirra sem eldri eru og hafa nægan tíma til að taka til máls á fundum, skrifa greinar og senda hvatningarorð í allar áttir. Þeir trufla þá ekki flokksstarfið að öðru leyti á meðan.

Í minningargrein sinni rekur höfundur helstu vegtyllur á ferli Halldórs og hleður frænda sinn lofi og hælir á hvert reipi. Það er vel til fundið hjá formanninum eftir 15 ára sleitulausa formennskutíð Halldórs. Svo vill reyndar til að þeir frændur settust hvor í sinn formannsstól um sama leyti, árið 2009, og á þeim 15 árum sem liðin eru hefur flokkurinn tapað einu prósentustigi í fylgi hvert ár, sem er eftirtektarverður árangur. Haldi sú þróun áfram verður þess vart lengi að bíða að minningargrein birtist um Sjálfstæðisflokkinn sjálfan.

Svarthöfði er reyndar að dragast á þá skoðun að meira vit sé í að minningargreinar séu skrifaðar um lifandi í stað hinna látnu. Þeir geta þá í það minnsta lesið það sem um þá er skrifað og leiðrétt einstaka staðreyndavillur, ef því er að skipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
30.03.2025

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?