fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. mars 2024 13:23

Bubbi skorar á Ólaf Jóhann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leggur orð í belg um forsetakosningarnar í aðsendri grein á Vísi. Hvetur hann forstjórann og rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson til þess að bjóða sig fram.

„Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir,“ segir Bubbi í stuttri grein.

Fimm frambjóðendur hafa boðið sig fram til forseta Íslands og virðist Bubba ekki lítast nógu vel á þá heldur vill hann að Ólafur gefi kost á sér. Hann hafi marga kosti.

„Ólafur Jóhann er gríðarvel tengdur úti í heimi eftir að hafa verið í áratugi í forustu alþjóðlegra fyrirtækja eins og Sony og Time Warner, en hér heima er hann fyrst og fremst þekktur sem einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar,“ segir Bubbi. „Ég tel að Ólafur Jóhann hafi alla þá kosti sem þarf til að vera forseti Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi