fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Eyjan

Jóhannes Loftsson skrifar: Styður Ísland við hryðjuverkastarfsemi?

Eyjan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn versnandi fer. Að kvöldi 7. október síðastliðins keyrði flautandi bílalest um miðbæ Reykjavíkur fagnandi morðum Hamas á Gyðingum. Tveimur dögum síðar var talskona Palestínubúa mætt í kastljósþátt RÚV að lýsa yfir fögnuði með fjöldamorðunum brosandi út að eyrum (mínutu 9:58). Nýlega var síðan einn „friðar“mótmælandinn við Austurvöll kærður fyrir að hvetja til morða á gyðingum [þýtt úr ensku]: „Drepið gyðing­ana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við mun­um dæma þá að við hlið Para­dís­ar. Bölv­un hvíli á son­um Zíons [gyðing­um], son­um apa og svína.“

Þessi morðhótun er ekkert einsdæmi, því samkvæmt nýlegri frétt hafa þrettán einstaklingar tengdir samfélagi gyðinga á íslandi fengið beinar líflátshótanir. Samfélag gyðinga er mjög lítið hér á landi og því ljóst að gyðingandúð og ofbeldismenning gagnvart gyðingum er komin í hæðir sem aldrei hafa sést áður Íslandi. Hvað ætli valdi þessar ómennsku?

Rót vandans

Vísbending um rót hatursins kom fram nýlega þegar Ísrael lagði fram sannanir fyrir því að a.m.k. 12 starfsmenn Palestínuhjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), hefðu tekið þátt í árás Hamas 7. október. UNRWA eru hjálparsamtök sem sinna menntun, heilsugæslu, neyðaraðstoð og veita ýmiss konar fjárstuðning til Palestínumanna. Á Gasa starfa um 12 þúsund manns hjá samtökunum og um 1200 þeirra eru meðlimir í hryðjuverkasamtökum Hamas eða Islamic Jihad og um 6000 starfsmanna eiga náinn fjölskyldumeðlim í hryðjuverkasamtökum. Eftir að ófriðurinn hófst kom fljótt í ljós að starfsemi UNRWA var orðin samofin hryðjuverkasamtökunum. Göng og bækistöðvar Hamas liggja undir skólum og öðrum miðstöðvum UNRWA, Hamas hefur geymt vopn hjá UNRWA og hefur getað gengið beint í búnað og hjálpargögn UNRWA eftir hentisemi.

Þessi nána samvinna undirstofnunar Sameinuðu þjóðanna með hryðjuverkasamtökunum ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Síðustu 9 ár hefur eftirlitsstofnunin UNWatch rannsakað starfsemi UNRWA og birt fjölda svartra skýrsla um stofnunina (t.d. nýlegur vitnisburður fyrir bandaríkjaþingi). Í mars á síðasta ári birtist t.d. skýrsla um menntunarstarf UNRWA, sem allir sem vilja fá meiri skilning á rót vandans fyrir botni Miðjarðarhafs ættu að kynna sér. Þar kemur fram að fjöldi kennara UNRWA eru að hvetja til hryðjuverka og gyðingahaturs á fésbókarsíðum sínum. Í skólunum sjálfum eru hryðjuverk hetjugerð, börn hvött til sjálfsmorðsárása og þeim kennt að þeim verði refsað af guði ef þau taka ekki þátt í jihad [heilögu stríði]. Gegnumgangandi þema kennslunnar virðist vera að halda lifandi stríðinu frá 1948 og kenna börnunum að Ísraelar búi á þeirra landi sem þau muni þurfa að taka aftur [þ.e. með innrás]. Gyðingahatrið er síðan innrætt af krafti, nemendum kennt að krabbamein séu búin til af Ísraelum og illska þeirra margrómuð. Þegar börnin taka próf, eru síðan hatursfyllsta og blóðþyrstasta svarið að jafnaði það rétta. Palestínsk börn á Gasa eiga engan séns í skólakerfi sem snýst um að innræta þau hatrinu.

UNRWA á Gaza er virkar sem félagsþjónustuarmur hryðjuverkasamtaka Hamas sem aflar þeim stuðnings og nýjum meðlimumí gegnum sjúka kennsluhætti og viðheldur völdum Hamas með því að sinna grunnfélagsþjónustu svo Hamas geti sett meiri kraft í hernaðarbrölt. Hagsmunir UNRWA og Hamas fara líka mikið til saman því tekjustofn UNRWA byggir á því að deilan við botni Miðjarðarhafs haldi áfram sem lengst. Starfsemi UNRWA myndi einfaldlega fjara út ef raunverulegur friður kæmist á.

Það kæmi ekki á óvart að ómennskan sem nýverið er farin að kræla á sér hér á landi megi einmitt rekja til þessarar hatursinnrætingar barna sem hefur brenglað lífsmynd þeirra fyrir lífstíð. Slík hatursinnræting er ekkert annað en hryðjuverk, því án hatursins sem börnunum er kennt í skóla yrði barráttu Hamas of fleiri hryðjuverkasamtaka sjálfhætt.

Svarið

En þá kemur að spurningunni: Styður Ísland við hryðjuverk? Svarið er því miður stórt JÁ, því UNRWA hefur fengið hundruð milljóna króna í styrki frá íslenska ríkinu. Eftir innrás Hamas 7.okt ákváðu yfirvöld svo að gera um betur og í lok síðasta árs voru greidd viðbótarframlög upp á 225 milljónir til UNRWA auk þess sem yfirvöld gerður rammasamning um að greiða 550 milljónir til viðbótar 2024-2028. Nú þegar í ljós er komið að starfmenn UNRWA voru beinlínis þátttakendur og skipuleggjendur árásarinnar er ljóst að þessar greiðslur mega aldrei fara fram því UNRWA eru nánast hryðjuverkasamtök. Slík greiðsla yrði líklega brot á lögum sem banna fjármögnun hryðjuverka.

En skaðinn er skeður og ábyrgð yfirvalda er mikil því síðasta áratug hefðu þau átt að vita að verið væri að nýta íslenskt skattfé í hatursáróður og hvetja til morða og útrýmingu Ísrael. Yfirstandandi hörmungar eru afleiðingar af þessum stríðsáróðri sem íslensk yfirvöld tóku þátt í að fjármagna. Ísland er herlaus þjóð og á því að halda sig frá stríðsáróðri.  Það þýðir að það á ekki að kenna börnum annarra landa að þau eigi nágrannaríki, það á ekki að hvetja börn til að drepa nágranna sína og það á ekki að fjármagna stofnanir sem taka þátt í stríðsrekstri fyrir íslenskt skattfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Ágúst Sigurðsson kjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni

Sigurður Ágúst Sigurðsson kjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íslensk stjórnvöld fordæma meðferðina á Navalny

Íslensk stjórnvöld fordæma meðferðina á Navalny