fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Stórfenglegt sjálfsmark í KSÍ-slag

Eyjan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 16:00

Vignir Már Þormóðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í almannatengslafræðum stendur víst skrifað að verstu byrjendamistökin í því að sverja af sér kjaftasögu séu að mæta í fjölmiðla til að hafna henni. Þá fyrst öðlist hún líf og fari á kreik –mun víðar en annars yrði.

Orðið á götunni er að Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns KSÍ, hafi stigið á bananahýði í þættinum Þungavigtin í vikunni þegar hann reyndi að blása á kjaftasögurnar um að hann sé frambjóðandi og handbendi FH-bræðranna Viðars og Jóns Rúnars Halldórssonar. 433.is greindi frá þessu í gær (https://www.dv.is/433/2024/2/21/vignir-mar-blaes-kjaftasogur-um-frambodid-sitt-sem-reynt-hefur-verid-ad-planta/). Formannskosning fer fram á ársfundi KSÍ á laugardaginn.

FH-bræðurnir Viðar og Jón Rúnar eru með umdeildustu mönnum íþróttahreyfingarinnar og vitað er að þeir leituðu logandi ljósi að „sínum“ frambjóðanda til að fara inn í KSÍ. Hvort þeir fundu hann í Vigni er ekki hægt að fullyrða, en um leið og Vignir bar af sér kjaftasögurnar staðfesti hann náin tengsl sín við Viðar – tengsl sem áður voru aðeins orðrómur.

Vigni tókst þannig sjálfum að skjóta stoðum undir kjaftasögurnar og staðfesta að minnsta kosti hluta þeirra í stað þess að hrekja þær. Orðið á götunni er að á knattspyrnumáli heiti þetta að gera sjálfsmark.

Þetta skot Vignis endaði nefnilega ekki í marki mótherja heldur söng knötturinn í hans eigin neti. Stórfenglegt sjálfsmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?