fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Berglind Rán Ólafsdóttir: Altjón á gróðurhúsinu við Grindavík raskar ekki starfsemi Orf líftækni – tókst að bjarga miklum verðmætum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 13:15

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orf líftækni tókst að bjarga miklum verðmætum þegar 2000 fermetra gróðurhús fyrirtækisins eyðilagðist í jarðhræringum rétt við Grindavík í nóvember á síðasta ári. Þó að húsið hafi nú verið skráð sem altjón verða áhrif þess lítil að þróunarstarf Orf líftækni, sem hyggst taka í notkun nýtt gróðurhús á þessu ári til að missa ekki niður samkeppnisforskot sitt á sviði vaxtarþátta fyrir vistkjötsframleiðslu. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 3.mp4

Við höfum verið að sjá myndir frá Reykjanesskaga og inn á milli hrauntunga höfum við horft á mikla byggingu gróðurhúss frá Orf líftækni sem hefur orðið fyrir skemmdum. Þið hafið orðið fyrir áfalli, er það ekki, með ykkar uppbyggingu nálægt Grindavík?

„Jú, við erum með 2000 fermetra gróðurhús þarna kílómetra norðan við Grindavík og það skemmdist mjög mikið bara strax þarna, 10. nóvember, þegar jarðskjálftarnir voru. Það voru sprungur í gólfum og húsið hallaði mikið strax.“

Var þetta þá ónýtt hús strax á þeim tímapunkti?

„Það var dæmt sem altjón fyrir örfáum vikum síðan þannig að það er komin niðurstaða í það mál. Jú, auðvitað er það áfall að missa gróðurhúsið en við byggjum annað gróðurhús. Þetta er aukaverkefni sem við fáum í hendurnar,“ segir Berglind.

En þetta er fjárhagslegt tjón sem þið verðið fyrir, er það ekki, eða fáið þið þetta bætt?

„Já, við fáum þetta bætt af Hamfaratryggingum Íslands. Við fáum þetta bætt að fullu.“

Þannig að þetta er þá meira þannig að þetta seinkar einhverjum áformum hjá ykkur?

„Þetta seinkar ákveðnum þróunarverkefnum. Í gróðurhúsinu erum við að framleiða vaxtarþætti en við erum líka að nota stóran hluta af plássinu til að þróa ný afbrigði þannig að við erum ekki að keyra á 100 prósent afköstum í þróuninni núna en mesti hluti framleiðslunnar fer fram utan dyra, ekki í gróðurhúsi,“ segir Berglind.

„Fyrir þróunarhlutann erum við búin að setja upp svona tímabundna minni aðstöðu á tveimur stöðum hérna á Íslandi til þess að hafa eitthvað í gangi og svo erum við bara á fullu að greina það hvaða valkosti við viljum taka fyrir framtíðar gróðurhús. Við munum fljótlega hefjast handa þannig að við verðum komið með gróðurhús í rekstri á þessu ári.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Berglind segir mikilvægt að hafa snarar hendur og vera snögg að reisa nýtt gróðurhús. „Það er svo mikilvægt upp á samkeppnisforskotið að halda dampi í þróuninni. Það tekur smá tíma fyrir okkur að vinna þetta upp en ekkert sem setur þetta úr skorðum fyrir okkur vegna þess að við eigum varalager af fræjum. Einn af kostunum við þetta kerfi er að við getum geymt próteinin í fræjunum og þau geymast í mörg, mörg ár. Þetta er í rauninni orðin þurrvara og það er til dæmis að reynast okkur vel núna. Við náum þessu og við erum náttúrlega að plana það að stækka starfsemina okkar eftir því sem vistkjötsbransinn stækkar og þarf meira af vaxtarþáttum. Og þetta mun ekki setja þau plön úr skorðum. Við erum búin að fara vel yfir það og gerðum það strax þarna um helgina – það gaus á föstudegi og við vorum að skoða þetta um helgina; ef allt fer á versta veg, hvernig verður staðan.“

Og allt fór á versta veg?

„Nei, í rauninni ekki, vegna þess að við náðum að bjarga svo miklu. Við náðum að bjarga fræjum, við náðum að bjarga  alveg slatta af plöntum líka, við náðum að uppskera aðeins þannig að við vorum þarna eins og við gátum verið, meðleyfi frá Almannavörnum, mikið í nóvember og desember, þá vorum við að fara í björgunarleiðangra,“ segir Berglind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Hide picture