fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. desember 2024 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnanir Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa verið boðaðar til funda í fyrramálið. Þingflokkarnir hittast kl. 9 og Samfylkingin hefur boðað flokksráðsfund í Tjarnarbíói kl. 10. Ráðgjafaráð Viðreisnar fundar kl. 10:30. Sama mun uppi á teningnum hjá Flokki fólksins.

Á fundunum verður kynntur nýr stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja og lagður fram ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar. Eyjan hefur heimildir fyrir því að síðar um daginn muni formenn flokkanna boða til blaðamannafundar og kynna stjórnarsáttmálann og nýja ríkisstjórn fyrir fjölmiðlum og almenningi.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er stefnt að því að ríkisráðsfundir verði boðaðir á morgun þannig að formleg stjórnarskipti geti farið fram. Það er því ljóst að þjóðin fær nýja ríkisstjórn á morgun, á vetrarsólstöðum þegar sólin fer að hækka á lofti og daginn að lengja á ný. Lyklaskipti í ráðuneytum fara svo fram á sunnudag eða í síðasta lagi á mánudag.

Áður hefur komið fram að Kristrún Frostadóttir verður að líkindum nýr forsætisráðherra þjóðarinnar. Þá er talið líklegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Taki hún við utanríkisráðuneytinu hefur Eyjan heimildir fyrir því að Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor og varaformaður Viðreisnar, verði fjármálaráðherra. Inga Sæland tekur við embætti félagsmálaráðherra.

Ráðuneytum verður fækkað um eitt og verða því ráðherrar ríkisstjórnarinnar 11 í stað 12 nú. Eyjan hefur heimildir fyrir því að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem stofnað var við myndun fráfarandi ríkisstjórnar 2021 til að hægt yrði að fjölga ráðherrum, verði lagt niður og verkefni þess færð í þau ráðuneyti sem þau tilheyrðu áður.

Samfylkingin og Viðreisn fá fjögur ráðuneyti, hvor flokkur, og Flokkur fólksins þrjú. Samfylkingin fær að auki embætti forseta Alþingis, sem er ráðherraígildi. Heimildir Eyjunnar herma að Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem hefur einna mesta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi, verði næsti forseti Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum