fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 16:30

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 var lögð fram í gær og fóru í kjölfarið fram oddvitaumræður í borgarstjórn. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þar sjónum sínum meðal annars að rekstri skrifstofu borgarstjóra og vakti þar sérstaka athygli á liðunum Samskiptamál, markaðs- og viðburðamál, almannatengsl og auglýsingar. Benti hún á að á næsta ári muni þessir málaflokkar kosta borgarbúa tæpar 300 milljónir króna.

Alls er gert ráð fyrir að 198 milljónir fari í samskiptamál, 97 milljónir í markaðs- og viðburðamál, 2,7 milljónir í almannatengsl og 1,6 milljónir í auglýsingar. Samtals 299,3 milljónir króna.

Sagði Hildur að fjárhæðin skyti skökku við þegar einu hagræðingaraðgerðir meirihlutans hafi snúið að skertri þjónustu við íbúa, en við blasi fjöldi vannýttra tækifæra til að skera niður í yfirbyggingunni. „Hvernig væri að tryggja hér gott úrval bóka fyrir íslensk grunnskólabörn og rúman opnunartíma sundlauga, en skera niður þennan grobbsjóð borgarstjóra? Þessi forgangsröðun er með ólíkindum“, sagði Hildur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu