fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Eyjan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 13:30

Lilja Alfreðsdóttir og Alma Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skortur á hjúkrunarrýmum er dæmi um fyrirhyggjuleysi okkar Íslendinga vegna þess að það hefur legið fyrir í 80 ár að stórir árgangar þyrftu á þeirri þjónustu að halda núna. Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir ríkisstjórnina hafa lofað 700 hjúkrunarrýmum á þessu kjörtímabili en niðurstaðan hafi orðið 220. Lilja Alfreðsdóttir, oddviti framsóknar í Reykjavík suður, segir þessi rými hafa verið fullfjármögnuð en tafir hafi orðið á seinni stigum. Hún bendir á að á sama tíma sé verið að byggja þjóðarsjúkrahúsið, eina stærstu fjárfestingu Íslandssögunnar. Lilja og Alma mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Horfa má á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ204_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ204_NET

Greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu hér á landi er um 15 prósent t.d. í heimsóknum til sérfræðilækna, sem er eitthvað meira enn tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Greiðsluþátttaka er mest í byrjun greiðslutímabils en lækkar hratt eftir því sem fólk þarf að nýta sér þjónustuna í meira mæli.

Lilja og Alma eru sammála um að mestu máli skipti að huga að því að greiðsluþátttaka hafi ekki hamlandi áhrif á þá sem eru tekjulægstir þannig að þeir geti ekki nýtt sér heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra í þjóðfélaginu.

Alma vísar til kannana sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor og ASÍ hafa gert sem sýni að þessi gjöld hitti verst fyrir hina tekjulægri. „Það þarf að fara í það að greina þetta betur þannig að afslættir og niðurgreiðsla komi enn betur til þeirra sem minnst hafa. Þetta er auðvitað eitthvað sem er eilífðarverkefni.“

Alma tekur undir með Lilju um að margt hafi verið vel gert. Hún segist hafa átt gott samstarf við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hins vegar séu hlutir sem hafi ekki gengið nógu vel. „Þar langar mig að nefna uppbyggingu hjúkrunarheimila. Það var á áætlun ríkisstjórnarinnar að byggja 700 hjúkrunarrými á þessu tímabili en þau urðu eitthvað um 220 og þetta er svo ótrúlega mikilvægt vegna þess að þarna myndast, með fullri virðingu fyrir eldra fólki, flöskuháls inni á spítölunum, bæði á Landspítala og á Akureyri eru á hverjum tíma um 100 einstaklingar sem eru að bíða eftir hjúkrunarrými og þar með hindrar það þessi sérhæfðu sjúkrahús í að gegna sínu hlutverki, veita sérhæfða þjónustu sem ekki er veitt annars staðar. Það kostar þrisvar til fjórum sinnum meira þannig að þetta er í fyrsta lagi ekki góð gæði meðferðar gagnvart þessum einstaklingum, en þetta er líka sóun á almannafé.“

Alma segir þetta dæmi um það hve litla fyrirhyggju við sýnum hér á Íslandi vegna þess að þetta fólk fæddist á fimmta áratug síðustu aldar, gríðarlega stórir árgangar, og við séum því búin að vita mjög lengi að þessi tími kæmi. „Ég myndi vilja að við yrðum meira samfélag fyrirhyggju og forvarna. Sumt höfum við ekki efni á að gera en annað höfum við ekki efni á að gera ekki.“

Lilja tekur undir þessi orð Ölmu. „Það sem hefur gerst þarna er að þessi hjúkrunarrými hafa verið að fullu fjármögnuð. Þarna hefur átt sér stað, því miður, á seinni stigum hafa átt sér stað tafir sem að mínu mati er mjög slæmt að hafi gerst. Við höfum engu að síður verið að setja þetta í forgang. Það eru þó komin þessi hjúkrunarrými en þetta er eitthvað sem verður að fara í. Ég sakna þess að heyra ekki frá landlækni í leyfi að við erum í einni stærstu fjárfestingu Íslandssögunnar, sem er nýja þjóðarsjúkrahúsið, og framkvæmdir sem viðhöfum verið að fara í að undanförnu eru einstakar í Íslandssögunni. Auðvitað er það þannig, og ég held að flest skynsamt fólk átti sig á því, að þú ert auðvitað með lista og þú vilt tikka í öll þessi box. Duglegasti maður sem ég þekki er Willum Þór Þórsson og ég treysti honum svo fyllilega til þess að vera áfram í þessu embætti til þess að fara í næstu verkefni og ef einhver skilur það frá a til ö hversu mikilvæg lýðheilsa og forvarnir eru þá er það að sjálfsögðu Willum.“

Lilja segist telja að við séum öll sammála um meginatriði heilbrigðisþjónustunnar og að mikilvægt sé að halda áfram að framfylgja þeirri heilbrigðisstefnu sem einmitt gangi út á það, eins og fram komi hjá Ölmu. „Við höfum verið að lækka greiðsluþátttökuna þrátt fyrir allt og þar gerði Svandís gott mót.“ Hún bendir líka á að sú breyting hafi orðið að áður höfum við verið að senda fólk í aðgerðir til Svíþjóðar með miklum kostnaði en Willum hafi farið í að gera samninga við sérfræðilækna og verulega hafi dregið úr þessum utanlandsferðum og biðlistar hafi styst.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
Hide picture