fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Eyjan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi stýrt samgönguráðuneytinu í sjö ár hefur ekki verið hafist handa við ein einustu jarðgöng í tíð þessarar ríkisstjórnar. Samfylkingin er nú snúin aftur í kjarnann og legur áherslu á færri og stærri mál en áður en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku. Þá var flokkurinn búinn að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum og var með hávaða og læti í hverju því máli sem var í umræðunni hverju sinni. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins og oddviti í Reykjavík suður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Hver er munurinn á Samfylkingunni 2024 og Samfylkingunni 2021?

„Ég held að Samfylkingin hafi að einhverju leyti verið búin að mála sig út í horn með því í rauninni að einblína á ímyndarstjórnmál, var svona í endalausum upphlaupum og með hávaða þeim málum sem bar hæst í þjóðmálaumræðunni hverju sinni,“ segir Jóhann Páll.

„Þetta hefur verið svona trend hjá sósíaldemókrataflokkum og vinstri flokkum víða í Evrópu og margir sammála um að þetta hafi komið niður á vinstri hreyfingunni mjög víða, þessi áhersla á ímyndarstjórnmál í stað þessara kjarnamála jafnaðarstefnunnar. Það sem Kristrún og við gerðum auðvitað þegar hún tók við flokknum fyrir tveimur árum er að við bara fórum í mjög ítarlega naflaskoðun, horfðum í eigin barm, og komumst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að fara aftur í kjarnann, við þyrftum að fókusera á færri og stærri mál til þess að ná í gegn, til þess að ávinna okkur trúverðugleika og traust hjá þjóðinni.“

Hann segir þetta vera málin sem sett hafi veri á oddinn þegar Kristrún var kjörin formaður. „Við ákváðum að þessi lykilmál sem við ætluðum að keyra á í stjórnarandstöðu og setja fram ítarleg plön um væru ekki síst heilbrigðismálin og öldrunarþjónusta, svo væru það samgöngu- og orkumálin, atvinnumálin, aukin verðmætasköpun á Íslandi og innviðauppbygging, og svo væru það húsnæðis- og kjaramálin.

Jóhann Páll segir þau hafa fylgt þessu mjög rækilega eftir og afraksturinn sé að nú hafi flokkurinn plan í öllum helstu málaflokkum, ekki bara til skamms tíma heldur til lengri tíma, til næstu tveggja kjörtímabila.

„Við kynntum áætlun í heilbrigðismálum í fyrra þar sem við leggjum áherslu á að það verði farið í þjóðarátak í öldrunarþjónustu m.a. til að létta af Landspítalanum og að farið verði í á ákveðnum tíma að tryggja öllum landsmönnum ákveðinn heimilislækni eins og hefur verið gert á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru 50 prósent Íslendinga með fastan heimilislækni en í Noregi er hlutfallið 95 prósent. Rannsóknir hafa sýnt að innlagnir á sjúkrahús eru miklu fátíðari hjá þeim sem eru með fastan heimilislækni, dánartíðni lægri, þetta er bara mjög hagkvæm fjárfesting til langs tíma.“

Hann segir að einnig hafi verið kynn mikil áætlun um aukna verðmætasköpun á Íslandi. „Við erum búin að vera með verðmætasköpun og hagvöxt á heilanum á þessu kjörtímabili. Þar erum við að leggja áherslu á að auka uppbyggingu í samgöngumálum, staðan er þannig þar að við erum að verja miklu lægra hlutfalli vergrar landsframleiðslu í samgöngufjárfestingar heldur en önnur OECD-ríki. Þetta er mjög alvarlegt vandamál, innviðirnir eru að molna og viðhaldsskuldin hefur bara hrannast upp og haldið áfram að hrannast upp á þessu kjörtímabili. Hugsaðu þér, það hafa ekki hafist framkvæmdir á einum einustu nýjum jarðgöngum á þessu kjörtímabili, á sjö árum ekki ein einustu ný jarðgöng og samt er Framsóknarflokkurinn búinn að vera í samgönguráðuneytinu, það er ákveðinn brandari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk