fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Eyjan
Laugardaginn 26. október 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á haustin eru litlu lömbin rekin af fjalli og inn í næsta sláturhús. Stuttri en skemmtilegri ævi á óbyggðum landsins og vegköntum lýkur með hvelli. En kutar eru brýndir víðar en í sláturhúsum. Stjórnvöld boðuðu til kosninga með stuttum fyrirvara á dögunum. Enginn tími vinnst til prófkjöra svo að flokksleiðtogar hafa frjálsar hendur að hreinsa til á framboðslistum. Nú er skyndilega komið að skuldadögum og unaðslegum tíma á Alþingi er lokið hjá mörgum þingmönnum.

Vinstri grænir mælast illa í skoðanakönnunum og völdu að skipta út flestum sínum leikmönnum en láta þjálfarann og fyrirliðann halda stöðu sinni. Flokkur fólksins sem er sérstakur málsvari ellilífeyrisþega kastaði þekktustu eldri borgurum sínum fyrir borð með brosi á vör. Sjálfstæðismenn eru í miklum tilvistarvanda og fórna nú miskunnarlaust þéttvöxnum köllum yfir sextugt og leitast við að ráða yngra fólk. Aðrir flokkar reyna að endurnýja sig með þekktum sjónvarpsandlitum eða forsetaframbjóðendum. Kóvíðhópurinn er allur kominn í framboð með einni undantekningu.

Mikill fjöldi fyrrum þingmanna mun vakna upp eftir kosningar og fara að leita sér að vel launaðri innivinnu sem alls ekki er á lausu. Allir geðlæknar eru sammála um það að fáir sjúklingar séu haldnir annarri eins fortíðarþráhyggju og fyrrverandi þingmenn. Venjulega þarf langa meðferð til að sætta þá við orðinn hlut. Menn rifja upp í sífellu alls konar samsæriskenningar og sakna gamalla tíma þegar þeir voru í hringiðu atburðanna. Einu sinni hringdi síminn stöðugt en nú heyrist ekki í honum. Fyrrum þingmenn segjast vera afskiptir og einangraðir. Nú glæðist hagur geðlækna og sálfræðinga í þessum miklu hreinsunum. Allir þessir fyrrum þingmenn og aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra þurfa á langri meðferð að halda. Gamall húsgangur leitar á hugann:

Eins er dauði annars brauð
út um haf og völlu.
Þarna leiðir sauður sauð
sé ég það á öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
EyjanFastir pennar
26.11.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?
EyjanFastir pennar
23.11.2025

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið