fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Berglind veit ekki hvað kjördæmi er – Er á leið í framboð

Eyjan
Fimmtudaginn 24. október 2024 14:30

Berglind Guðmundsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Guðmundsdóttir hélt fyrir viku síðan að hún væri að mæta í partý, en um var að ræða fund á Alþingi. Hún vissi ekkert um pólitík en virðist nú á leið í framboð á lista Viðreisnar.

„Varðandi pólitísku Viðreisnar Begguna þá er aðeins búið að vera að spyrja mig hvort ég viti eitthvað um mitt framboð, að vera að leggja Viðreisn lið, þá skýrist þetta á morgun. Á morgun verður haldinn fundur fyrir mitt kjördæmi, segir maður það ekki? Sem er semsagt í Reykjavík ég bý í Laugardalnum og þá mun semsagt listinn vera birtur og þá kemur þetta í ljós, segir Berglind í story á Instagram í gær.

Segist hún ætla að halda smá boð á undan, og fagna þar fjölskyldunni og lífinu.

Mynd: Skjáskot: Instagram

Berglind sem starfar sem hjúkrunarfræðingur var um árabil einn vin­sæl­asti mat­ar­blogg­ari lands­ins og rak matarbloggið Gul­ur, rauður, grænn og salt. Það félag var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2023. Eftir það stofnaði Berglind vefmiðilinn Salina og Bronsklúbbinn.

Mikla athygli vakti árið 2019 þegar Berglind, þá fráskilin fjögurra barna móðir, fór ein í þriggja vikna ferð til Ítalíu þar sem hún keypti sér brúðarkjól, hring og giftist sjálfri sér.

Sjá einnig: Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér

Berglind segir um framboð sitt að þegar farið er út í svona þá sé mikilvægt að átta sig á fyrir hvað maður stendur. „Maður heldur einhvern veginn að maður viti fyrir hvað maður stendur en svo fær maður spurninguna. Og ég er búin að vera í brjálæðislegri naflaskoðun, fyrir hvað stend ég, fyrir hvað stend ég, og er búin að vera að spá í þessu og það er ekkert eitt svar. Ég gæti alveg svarað þessu þannig, en ef ég á að fara á dýptina og vera sönn sjálfri mér. Hverju vill ég koma til leiðar og fyrir hvað stend ég, þá vil ég vanda mig. Ég vil gera þetta vel.“

Uppfært kl. 21.36:

Framboðslistar Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á fundi svæðisráðs flokksins í kvöld, 24. október.

Berglind skipar þar 14. sæti listans fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sjá einnig: Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna