fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 13:32

Kristrún Frostadóttir og Halla Hrund Logadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sögð hafa verið mótfallin því að Halla Hrund Logadóttur, orkumálastjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi, yrði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum en eins og kunnugt er fara þær fram 30. nóvember næstkomandi.

Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur löngum verið vel tengdur inn í Samfylkinguna, fullyrðir þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en þar var hann gestur ásamt Þórhalli Gunnarssyni, fjölmiðlamanni, en saman stýra þeir hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem einkum er fjallað um innlend stjórnmál.

Halla Hrund hefur um nokkurn tíma verið orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna og þá helst í Suðurkjördæmi en eins og hún hélt á lofti í kosningabaráttu sinni eyddi Halla Hrund öllum sumrum í æsku á bæ ömmu sinnar og afa í Vestur-Skaftafellssýslu, sem eins og flestir ættu að vita tilheyrir kjördæminu í dag. Andrés segir hins vegar búið að slá það endanlega út af borðinu að Halla Hrund leiði lista Samfylkingarinnar í kjördæminu:

„Hún hefði verið svona álitlegur kostur hefði maður haldið fyrir einhvern flokk á Suðurlandi,“ segir Þórhallur.

Tvennum sögum

Aðspurður um hvers vegna Halla Hrund væri ekki lengur inni í myndinni hjá Samfylkingunni var Andrés tregur til að kafa mjög djúpt í það og vildi fremur geyma það fyrir Bakherbergið en sagði þó:

„Það fer tvennum sögum af því hvernig formanninum (Kristrúnu Frostadóttur, innsk. DV) hafi litist á hana. Hún hefur alla vega dregið sig út úr þessu kapphlaupi.“

Viðtalið við Þórhall og Andrés var sent út í gær áður en fundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fór fram um kvöldið og þar tilkynnti núverandi oddviti flokksins í kjördæminu, Oddný G. Harðardóttir, að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði.

Uppstillingarnefndir munu stilla upp á listum Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum og væntanlega bera tillögur sínar að framboðslistum upp á fundum kjördæmisráða flokksins. Andrés segir að formaður uppstillingarnefndarinnar í Suðurkjördæmi, Friðjón Einarsson fyrrverandi leiðtogi flokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, og formaður kjördæmisráðsins, Eggert Valur Guðmundsson, leiti logandi ljósi að nýjum oddvita.

Fyrir utan Höllu Hrund hafa helst verið nefnd til sögunnar sem mögulegir oddvitar til að mynda Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, en hún hefur aftekið að bjóða sig fram í kosningunum. Einnig hafa verið nefnd til dæmis Guðný Birna Guðmundsdóttir varaþingmaður og forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður flokksins og Ólafur Þór Ólafsson fyrrum varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sandgerði.

Uppfært kl. 14.18

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu þar sem hún þótti ekki nægilega nákvæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“