fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Viðbrögð við stjórnarslitum – „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“

Eyjan
Sunnudaginn 13. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikil en fyrirsjáanleg sprengja hafi sprungið í íslenskum stjórnmálum í dag þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi frá því að hann hefði tekið þá ákvörðun að leita til forseta Íslands varðandi stjórnarslit og að boðað verði til kosninga í lok nóvember.

Samfélagið „á afgerandi rangri leið“

Sitt sýnist hverjum varðandi ákvörðunina. Pirringur virðist krauma innan Vinstri Grænna varðandi atburðarrásina en Framsóknarmenn halda spilunum þétt að sér og ætlar Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður flokksins, ekki að tjá sig um vendingarnar fyrr en hann hefur fundað með sínu fólki.

Ef samfélagsmiðlar eru skoðaðir virðast þó margir upplifa létti. Það gildir sérstaklega um Gunnar Smára Egilsson og Sósíalista sem virðast kátir og vígreifir eftir tíðindin.

„Loksins fær almenningur að kjósa. Það er kominn tíma á róttækar breytingar, þetta samfélag hefur verið á afgerandi rangri leið,“ skrifaði Gunnar Smári og bætti svo við pillu á leiðtoga Sjálfstæðismanna:  „Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra 10. október í fyrra. Nú tilkynnir hann að hann sé búinn sem forsætisráðherra 13. október“.

Uppistand forsætisráðherra

Sanna Magdalena Mörtudóttir, sem margir telja að verði í leiðtogahlutverki hjá Sósíalistum í næstu kosningum, var spennt.

„Vúhú. Sósíalistar að fara á þing þetta ár! Við þurfum ríkisstjórn sem vinnur fyrir fólkið í landinu. Enga Panamaprinsa,“ skrifaði Sanna.

Hún klikkti einnig út með pillu á Bjarna: „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“

Bjarni hafi teflt refskák

Háðfuglinn og samfélagsrýnirinn Hrafn Jónsson var á því að Vinstri grænir hefðu klúðrað sínum málum.

„VG höfðu svo fullkomið skotfæri um daginn til þess að eiga þetta andartak. Fá að vera meistarar eigin örlaga (þótt allt, allt of seint væri) – í staðinn fær Bjarni að eiga þetta sjálfur, á eigin forsendum og halda stærsta framboðsfund ársins til þess að spinna sinn eigin narratíf. Refskák.“

Biturð greinilega hjá VG-liðum

Halla Gunnarsdóttir, áhrifakona innan VG, var greinilega ósátt.

„VG sagði: verkefnin framundan snúa að efnahags- og húsnæðismálum og kjörum venjulegs fólks. Þar þarf að grípa til aðgerða á félagslegum grunni.

Sjálfstæðisflokkurinn sagði: stóra málið er að þrengja að hælisleitendum og koma á lagaramma sem gefur einkaaðilum vindinn og firðina.

Og sleit svo ríkisstjórn.“

Bjarni sérhæfir sig í sumarafleysingum

Stefán Pálsson, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, gerði hins vegar stólpagrín að Bjarna.

„Af þessum 520 dögum sem Bjarni Benediktsson hefur náð að vera forsætisráðherra hafa rúmlega 180 verið á tímabilinu júní til 1. september. Hann virðist sem sagt sérhæfa sig í sumarafleysingum og vera bestur þegar allir eru í fríi.“

Bendir á skemmtilega Bessastaðafléttu

Halldór Auðar Svansson, Pírati með meiru, benti síðan á Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, bæri engin skylda til að samþykkja þingrofstillögu Bjarna.

„Ég er minnugur þess þegar Ólafur Ragnar féllst ekki á einhliða tillögu Sigmundar Davíðs um þingrof í maí 2016. Forseti samþykkir þingrofstillögu frá forsætisráðherra en ber engin skylda til að gera það – virkar þar sem öryggisventill gagnvart misbeitingu á þessari heimild forsætisráðherra. Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa núna algjörlega þann leik í stöðunni að segja að tillaga um þingrof frá Bjarna yrði lögð fram í óþökk þeirra og hvetja þannig forseta til að neita að fallast á hana. Kannski langsótt – en möguleg og skemmtileg flétta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“