fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Jón Gunnarsson: Orkuskortur veldur tugmilljarða tjóni árlega – mun stærra mál en veiðigjöldin

Eyjan
Miðvikudaginn 9. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálin hafa staðið í vegi fyrir orkuframkvæmdum alveg frá hruni, það er ekki bara í tíð þessarar ríkisstjórnar sem tafir hafa verið á orkuframkvæmdum. Það er verið að rífast um nokkra milljarða til eða frá vegna veiðigjalda en ekki rætt um það tugmilljarðatjón sem verður á hverju ári vegna orkuskorts, auk áhrifa sem sá skortur hefur á kolefnisspor þjóðarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta á á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jon Gunnarsson - 6
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson - 6

„Á sama tíma og við erum að rífast um einhverja milljarða til eða frá í þessu og pólitíkin fer alveg á hliðina yfir þessu stundum, þá ertu farinn að horfa á tugmilljarðatjón í orkuskorti – tugmilljarðatjón! Ég tala nú ekki um viðbótarkolefnisspor og fleira fyrir þá sem eru uppteknir af þeim þætti, umhverfismálunum. Við erum að tala um tugmilljarða, miklu meiri útblástur og svo framvegis og svo framvegis,“ segir Jón.

Hann segir það skjóta skökku við að ætla að berjast gegn þessu með því að leggja sérstakan kolefnisskatt á fyrirtækin, t.d. útgerðina. Í því eigi að felast hvati til að fara í betri skip. „Það eina sem útgerðin og skipafélögin geta gert er að fara í nýrri skip með nýrri vélar sem eyða miklu minni olíu og menga miklu minna. Þú setur skatt á þá til að hvetja þá til þess í stað þess að segja: Heyrðu, við ætlum að lækka skattana á ykkur ef þið gerið það. Ef við ætlum að ná árangri í umhverfismálunum …“

Hérna ertu kominn að stórpólitísku máli, grundvallarmáli.

„Þú ert að rýra möguleika þeirra með viðbótarskattheimtu. Þeir hafa þá ekki þá peninga til að fjárfesta í nýrri skipum og nýrri vélum o.s.frv. Þú ert að rýra möguleika þeirra með því að leggja á þá þessi viðbótargjöld, ég er að tala um allan atvinnurekstur, ekki bara sjávarútveg. Það er verið að rýra möguleikana í stað þess að búa til hvata í skattkerfinu og segja: Heyrðu, eigum við ekki að hafa skattheimtuna þannig að ef þú gerir þetta þá færðu ívilnanir í einhver ár á eftir, við ætlum að hjálpa þér til að ná markmiðum í loftslagsmálum.“

Jón segir skatta af þessu tagi vinna gegn markmiðum sínum. „Svo nefni ég það bara aftur að á meðan við rífumst um einhverja milljarða í veiðigjöld fyrir aðgang að auðlindinni þá er engin umræða um að það er hér tugmilljarða tap á ári og hverjum er það nú að kenna?“

Meðal annars Sjálfstæðisflokknum fyrir að leiða Vinstri græna í ríkisstjórn.

„Nei, nei, nei, nei, þetta er miklu lengra og dýpra mál heldur en það og miklu fjölþættara.“

En það breytir ekki því að þessi sjö ár sem liðin eru frá því að ríkisstjórnin var mynduð, þetta er glataður tími í mörgum málaflokkum, t.d. í orkumálum, glataður tími.

„Það nær lengra aftur.“

En það breytir ekki því að þessi sjö ár, þetta stjórnarmynstur hefur staðið í vegi fyrir skrefum fram á við.

„Veistu hvað, pólitíkin hefur staðið í vegi fyrir þessu alveg frá hruni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture