fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Bergþór Ólason: stjórnarsamstarf flokka af andstæðum pólum pólitíska litrófsins fullreynt

Eyjan
Þriðjudaginn 1. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnarsamstarf þvert yfir pólitíska litrófið er fullreynt. Æskilegt er að næsta ríkisstjórn samanstandi af flokkum sem séu á svipuðum hluta pólitíska litrófsins, hvort sem það verði mið-hægri samstarf um uppbyggingu og verðmætasköpun eða að félagshyggjuflokkarnir fái að spreyta sig. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson

„Ég held að þessir flokkar gætu alveg verið eitt af þeim mynstrum sem gætu gengið upp. En svo heyrði ég t.d. haft eftir Áslaugu Örnu á fundi að hún sæi fyrir sér sem draumasamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks er er þá væntanlega að horfa í borgaralega þenkjandi mið-hægri,“ segir Bergþór.

Hann segist skynja að í þinginu núna sé fleiri samstarfsmöguleikar milli flokka en áður var raunhæft. „Borðið er opnara.“

Kannski verður það arfleifð þessarar kyrrstöðustjórnar, sem er þvert yfir pólitíska litrófið, að opna á samstarf milli flokka sem áður áttu erfitt um vik?

„Já, já, og ég er þeirrar skoðunar að það sé æskilegt – ég hef haft allt á hornum mér gagnvart þessari ríkisstjórn, tjónið er bara svo mikið sem þetta hefur valdið – en ég held að það sé æskilegt að það verði reynt að forma ríkisstjórn sem hefur skýra stefnu og þeir sem þar eru inni séu ekki í því eins og Vinstri grænir að meginmarkmiðið sé að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komi málum í gegn.

Hvort sem sú ríkisstjórn er til vinstri eða hægri eða hvaða ása við erum að horfa á þá held ég að þjóðin þurfi skýrari pólitíska stefnu heldur en verið hefur. Þess vegna held ég að það sé líklegast og æskilegast að sú stjórn sem verður formuð, hvernig sem hún verður samsett, verði af svipuðum hluta pólitíska rófsins. Það verði þá farið í að keyra á uppbyggingu, verðmætasköpun, betri meðferð fjármuna og þar fram eftir götunum í einhverju mið-hægri samstarfi, nú eða þá að það verði farið í – miðað við að það verði niðurstöður kosninganna – að félagshyggjuflokkarnir nái öflugri stöðu, þá fá þeir tækifæri til að spreyta sig og við sjáum hvernig vinnst úr því – frá miðju til vinstri. En þessi breiða skírskotun eins og einhver kallaði það. Hún er fullreynd.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture