fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ástrós ráðin markaðsstjóri sameinaðs fyrirtækis

Eyjan
Mánudaginn 29. janúar 2024 10:30

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fastus ehf. Um síðastliðinn áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert.

Hlutverk Ástrósar er að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu.

„Það er ákaflega spennandi að koma inn í nýtt starf sem er ekki fastmótað. Félagið á mikið inni í markaðsmálum og það er mitt hlutverk að leiða það verkefni farsællega.

Ég er virkilega árangursdrifin og legg mikinn kraft og metnað í þau verkefni sem að skipta mig máli. Mér finnst markaðssvið og fjármálasvið fyrirtækja almennt mega tala miklu meira saman. Það er mikilvægt að skilja rekstur fyrirtækja til að skila af sér arðbærum markaðsmálum. Það eru spennandi tímar fram undan hjá sameinuðu félagi og meginsviðum þess Fastus heilsu og Expert,“ segir Ástrós.

Ástrós hefur unnið við markaðsmál síðastliðin 5 ár. Síðast starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þar á undan var hún aðstoðarmaður Þórhalls Arnar Guðlaugssonar, Ph.D, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ, og þar áður starfaði hún sem fjármálaráðgjafi hjá Arion banka. Ástrós er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og auk þess með verðbréfaréttindi.

Fastus er flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers, allt undir einu þaki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki