fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Eyjan

Franklín segir að Valhöll hafi sett fótinn niður þegar ungir sjálfstæðismenn vildu ræða ákveðið mál

Eyjan
Mánudaginn 2. september 2024 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franklín Ernir Kristjánsson, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, er ekki beint ánægður með flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um helgina.

Franklín skrifar aðsenda grein á Vísi og nefnir eitt og annað sem betur mátti fara.

„Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar.“

Máttu ekki ræða tiltekið mál

Franklín bendir á í grein sinni að ungir sjálfstæðismenn hafi ekki fengið að taka til máls í pontu á fundinum en þó fengið klukkutíma pláss í beinni útsendingu á YouTube-rás flokksins. Kveðst Franklín sjálfur hafa ætlað að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Það gekk þó ekki eftir.

„Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn.“

Franklín segir í grein sinni að það sé með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi.

„Stórir flokkar með skýra hugsjón – eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var – eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara.“

Óþægileg spenna í loftinu

Franklín segir að á fundinum hafi óþægileg spenna verið í loftinu þar sem menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu. Eins og greint var frá í síðustu viku er fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 14 prósent og nýtur Miðflokkurinn til dæmis meira fylgis.

„Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri.“

Franklín gefur lítið fyrir þessa myndlíkingu Bjarna og segir að ef líkja eigi Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála um að liðið þurfi einfaldlega að skipta um þjálfara.

„Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið.“

Eins og að bíða eftir að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt

Franklín bendir svo á að ungir sjálfstæðismenn hafi leigt út skilti sem á stóð „13,9% – Hvað er planið?“

Bætir hann við að niðurstaða fundarins bendi til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar Bjarni fer. „Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt,“ segir hann.

Franklín segir að lokum að staðan sé einfaldlega þannig að vildarpunktarnir séu útrunnir og Sjálfstæðismenn séu á leið í næsta flug.

„Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt