fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Saka meirihlutann í Kópavogi um brot á skuldbindingum – Úthluti aðeins lóðum til efnameira fólks

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. maí 2024 11:30

Teiknuð mynd af Vatnsendahvarfi. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi saka meirihlutann um að fara gegn skuldbindingum og húsnæðisáætlun við úthlutun á lóðum í Vatnsendahvarfi. Ekkert sé hugað að ungu fólki, tekjulágum, námsmönnum og fleiri hópum. Eingöngu verði reist par-, rað- og einbýlishús.

„Með samþykkt þessara úthlutunarskilmála eru virtar að vettugi skuldbindingar bæjarfélagsins lögum samkvæmt sem og í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar, aðalskipulagi Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði til að fullnægja búsetuþörfum allra félagshópa,“ segir í bókun minnihlutans á bæjarráðsfundi í gær. En að honum standa Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinir Kópavogs.

Fyrsta almenna úthlutunin í 9 ár

Yfir stendur annar áfangi í úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi, í norðurhluta Vatnsendahverfis við Elliðavatn. Í kynningu bæjarins segir að reistar verði 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og stefnt sé að því að lóðir í fyrsta áfanga verði byggingarhæfar í apríl árið 2025.

Fulltrúar minnihlutans segja að í afgreiðslu meirihlutans á úthlutunarskilmálum taki ekkert mið af skuldbindingum og markmiðum sem byggist á þeirri reynslu að markaðurinn hafi ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa.

„Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið,“ segir þeir.

Brugðist við ákallinu

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í meirihluta svöruðu þessari gagnrýni.

„Í þessari úthlutun er nær eingöngu um par-, rað- og einbýlishús að ræða. Meiri- og minnihluta greinir á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er brugðist við því ákalli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn