fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Forsetakosningar: Frambjóðendur til í að taka áhættu á lokametrunum, segir Ólafur Þ. Harðarson

Eyjan
Föstudaginn 31. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappræður forsetaframbjóðenda á vegum Heimildarinnar í Tjarnarbíó i vikunni voru bráðskemmtilegar, ekki síst fyrir það að ár voru áhorfendur sem studdu sitt fólk. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir frambjóðendur tilbúna til að taka áhættu og skapa sér sérstöðu á lokametrum kosningabaráttunnar. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 4.mp4

„Það er nú eiginlega það sem er mest spennandi, hvort einhver af þessum þremur skýst upp úr hópnum og verður líklegasti kandídatinn til þess að geta unnið Katrínu. Ef það gerist þá er alveg hugsanlegt að kjósendur hinna færi sig yfir á hann eða hana,“ segir Ólafur.

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ107_NET_OlafurHArdarson.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ107_NET_OlafurHArdarson.mp4

Ólafur segir það hins vegar ekki gefið, t.d. ef Halla Tómasdóttir yrði sú frambjóðendanna sem næði að slíta sig frá hópnum, að kjósendur sem styðji Baldur eða Höllu Hrund myndu færa sig yfir á hana. Það væri hins vegar alveg hugsanlegt. Ef það yrði annað hvort Baldur eða Halla Hrund sem sliti sig frá, væri líklegra að kjósendur hins myndu færa sig á það þeirra sem ætti mestar líkur á að sigra Katrínu. Kannanir hafi sýnt að fylgismannahópar Baldurs og Höllu Hrundar skarist töluvert.

„En auðvitað er þetta allt saman spekúlatíft og okkur til skemmtunar á dögunum fyrir kosningar. Hvað gerist í kjörklefanum? Það er náttúrlega það sem enginn veit og íslenska þjóðin, sem er nú þekkt fyrir að vera ólíkindatól, getur í rauninni gert hvað sem er þó að líkurnar á sumum niðurstöðum séu hærri en á öðrum.“

Væntanlega munu þessar kappræður, sem eru eftir, þær skipta máli núna?

„Þær geta skipt máli og það virðist nú vera að kappræðurnar, þar sem þau voru öll 12, hafi skipt máli, sérstaklega varðandi gengi Höllu Hrundar þá.“ Ólafur bendir á að hjá Ríkisútvarpinu í kvöld verði kappræðurnar í tveimur deildum. Í „neðri deild“ séu þeir sex sem nú séu samanlagt með 2,7 prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá Baldurs Héðinssonar. Hann bendir á að kappræður Heimildarinnar sem fram fóru í vikunni í Tjarnarbíói séu einu kappræðurnar þar sem eru áhorfendur, sem geri hlutina dálítið skemmtilega.

„Það er aðeins öðruvísi stemning heldur en þegar bara er verið í stúdíói. Þarna voru greinilega mættir töluvert af stuðningsmönnum hvers frambjóðanda sem klöppuðu og hrópuðu og það náttúrlega gaf þessu svona stemningsblæ.

Það sem vakti athygli mína var það, eins og margir reyndar héldu, var að þegar það er komið svona nálægt kosningum þá væru frambjóðendurnir tilbúnir til að taka meiri áhættu, þ.e.a.s. vera ekki bara stilltir og prúðir og segja eiginlega bara það sem er ekki líklegt til að stuða neinn, heldur í rauninni reyna meira að undirstrika það að þeir hefðu einhverja sérstöðu. Þetta voru bara mjög líflegar umræður. Ég er nú ekki vanur að gefa frambjóðendum einkunnir en mér fannst nú bara allir þessir sex standa sig mjög vel, hver fyrir sinn hatt. Hvurt að það hefur áhrif á á fylgið, eða stuðninginn, það er ómögulegt að segja.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember
Hide picture