fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Segir Andrés alveg úti að aka og tekur af tvímæli í stóra blokkar-málinu – „Ég verð að segja það – þú ert í ruglinu hérna“

Eyjan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir þakkaði blaðamönnunum Andrési Magnússyni og Stefáni Einari Stefánssyni kærlega fyrir það tækifæri að fá að koma nokkrum hlutum á hreint í tengslum við fréttaflutning Morgunblaðsins í aðdraganda kosninganna. Hún gæti því tekið af allan vafa um að hún hafi ekki verið að nýta starfsmenn á launum hjá Orkustofnun í vinnuna við framboðið og að hún hafi vissulega alist upp um tíma í blokk. Þetta kom fram í kappræðum mbl.is og Morgunblaðsins í dag.

Er ég bara í ruglinu eða?

Andrés Magnússon spurði Höllu Hrund:

„Halla Hrund nú hafa verið ýmsar fréttir um þín störf sem orkumálastjóri og síðan í þessu framboði sem meðal annars Morgunblaðið hefur flutt. Þær vekja hjá mér spurningu um það hvort að þér veitist kannski erfitt að aðgreina þig frá því embætti sem þú hefur gengt. Er það issue?“

Halla: „Nú skil ég ekki nákvæmlega. Geturðu svarað aðeins skýrar hvað þú átt við.“

Andrés: „Ég skal tala aðeins skýrar um það. Það hafa komið fram fregnir um það að fólk sem er í einstakling þínum í kosningastarfinu það hafi sumt verið í verktöku hjá Orkustofnun. Nú seinast kom fram dæmi um það að myndskeið sem hafði verið keypt fyrir Orkustofnun hafi dúkkað upp í myndbandi fyrir framboð þitt og auðvitað geta allskonar klúður og mistök átt sér stað en þetta hefur svolítið það yfirbragð að þú hafir ekki greint nægilega vel milli þín og embættis þín. Að þú hafir umgengist það að einhverri léttúð. Er ég bara í ruglinu hérna eða? “

Algjör aðskilnaður á milli

Halla Hrund svaraði því skýrt. Andrés væri hreinlega úti að aka. Um væri að ræða tvo af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa starfað fyrir framboðið og allir þessir sjálfboðaliðar séu að sjálfsögðu að sinna sínum hefðbundnu störfum á daginn að venju. Andrés lét þó ekki þar við sitja og krafði Höllu Hrund svara um hvort henni þætti ekkert athugavert við að Karen Kjartansdóttir, til dæms, hefði byrjað að vinna fyrir framboðið þegar hún var enn samsiptastjóri í verktöku hjá Orkustofnun. Karen fór í leyfi frá störfum í lok apríl en undirbúningur framboðsins hófst í mars og var tilkynnt formlega um miðjan apríl. Halla Hrund fór sjálf í leyfi 12. apríl.

Halla: „Ég verð að segja það – þú ert í ruglinu hérna. Það er staðan. Það er auðvitað ekki þannig að ég sé að nýta starf orkumálastjóra fyrir þetta framboð. Og þessi dæmi sem þú tekur, það er algjör aðskilnaður þarna á milli. Hvorugur þessara aðila er í einhverju starfi fyrir orkustofnun þannig að þessi..“

Andrés: „En þetta eru verktakar þarna?“

Halla: „Já en þeir eru ekki að vinna fyrir framboðið á sama tíma og þeir eiga að vera að vinna fyrir Orkustofnun.“

Fannst þér ekkert skrítið við þetta?

Andrés tók þá fram að miðað við hvenær Karen Kjartansdóttir fór í leyfi frá starfi þá hafi átt sér stað nokkur skörun. Halla bætti þá við að það sé svo að hún sé með um 800 aðila í sjálfboðastarfi fyrir framboð sitt. Þau sinna dagvinnu sinni áfram að venju.

„Hún var að vinna sem sjálfboðaliði. Og ég er með 800 sjálfboðaliða að vinna í framboðinu og þeir eru allir í vinnu einhvers staðar annars staðar. Og að sjálfsögðu var það ekki þannig að hún var að vinna á tíma sem hún átti að vera sinna hjá Orkustofnun hjá framboðinu, það væri mjög óeðlilegt.“

Andrés: „Fannst þér ekkert skrítið við þetta?“

Halla: „Það eru auðvitað allskonar aðstoðarmenn sem hafa fylgt fólki yfir í framboð og annað. Það sem ég vil bara segja er að það sé af og frá að fólk hafi verið að vinna á þeim tíma sem það átti að  vinna hjá Orkustofnun hjá framboðinu.

En ég fagna auðvitað því að fólk sé að leggja mér lið sem hefur unnið með mér í gegnum tíðina og að nýir sé að koma inn að fólk spretti fram til að leggja framboðinu lið og ég held að þetta sé dæmi um að fólk treystir mér, fólk hefur séð til mín og fólk vill vinna með mér.

En það er frábært að fá þessa spurningu hérna í þættinum bara til að geta tekið af allan vafa að þetta er ekki rétt með þessum hætti og svo vil ég bæta því við að ég hef líka alist upp í blokk, bara þannig við náum utan um það mál í eitt skiptið fyrir öll.

[…] Auðvitað er bara frábært að fá að koma í þáttinn núna og taka af allan vafa um þessi mál.“

Fyrir þá sem ekki þekkja til stóra blokkar-málsins þá vísar það til þess að Halla Hrund tók fram þegar hún fór fyrst fram að kynna framboð sitt að hún hafi alist upp í blokk í Árbænum. Morgunblaðið vakti þó athygli á því að hún hafi einnig alist upp í einbýlishúsi. Hún hefur greint frá því að foreldrar hennar hafi byggt sér hús og þangað hafi þau flutt þegar hún var á fermingaraldri, en fram að því bjó hún í blokk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar