fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Brynjar er búinn að ákveða hvern hann vill sem forseta – „Bara einn frambjóðandi sem ég hef dansað við“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. maí 2024 11:37

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búinn að gera upp hug sinn hvar hann ætlar að setja atkvæði sitt í komandi forsetakosningum: 

„Ég er gjarnan spurður um hvern ég ætli að kjósa í komandi forsetakosningum. Svarið sem allir fá er nokkurn veginn svona: Ég kýs þann sem veit að við búum við þingræði og þekkir stjórnskipan landsins og hlutverk forsetans í henni. Reynsla og þekking í þessum efnum eru mjög mikilvægir kostir. Minn forseti þarf að vita að hann hefur ekki völd en geti haft áhrif til góðs fyrir land og þjóð, bæði heima og erlendis. Reynsla í alþjóðlegum samskiptum er tvímælalaust kostur í þessu embætti,“ segir Brynjar í færslu á Facebook og heldur áfram.

„Mínum forseta þarf að þykja vænt um þjóðina og gæta hagsmuna hennar þegar tækifæri gefast. Standa vörð um íslenska tungu og menningararfleifð þjóðarinnar. Það er ekki nóg að klæðast lopapeysu öðru hvoru. Forseti þarf að bjóða af sér góðan þokka, sem er ástæðan fyrir því að ég bauð mig ekki fram, og þarf að vera sjarmerandi þegar við á. Sitt sýnist hverjum um þokka og sjarma. Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi en öðrum kannski ekki. Minn forseti þarf að vera sæmilega vel gefinn, með góða dómgreind og skynsamur og kann að hlusta. Minn forseti má ekki vera stíflaður úr frekju og halda að hann ráði öllu.“

Brynjar segir að þar sem forsetaembættið er ekki valdaembætti kjósi hann ekki endilega forseta sem samræmist best pólitískri hugmyndafræði hans „heldur þann sem er þeim kostum búinn sem ég reifa hér að framan. Ég hef nú ekkert annað en gott að segja um alla þessa frambjóðendur og gleðst yfir því að svona margir vilji þjóna okkur í þessu embætti. En það er samt bara einn frambjóðandi sem ég hef dansað við. Hann hefur alla þá kosti sem prýða má góðan og öflugan forseta. Þeir sem ekki hafa áttað sig á hver er minn forseti þurfa að lesa þessa færslu aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn