fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Forstjóri Kauphallarinnar: Einstaklingar ættu að fá frjálsari hendur en nú er til að ráðstafa lífeyrissparnaði sínum sjálfir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2024 10:30

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott væri að einstaklingar fengju frjálsari hendur til að ráðstafa lífeyrissparnaði sínum sjálfir með beinum fjárfestingum í félögum eða sjóðum, Verðmyndun á markaði myndi styrkjast við það og það kæmi lífeyrissjóðunum til góða. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur einnig að ekki megi ganga of langt í að heimila lífeyrissjóðum erlendar fjárfestingar þar sem slíkt geti veikt íslenska hlutabréfamarkaðinn og skaðað fjármögnunarumhverfið hér á landi. Einu gildi hvort við séum með krónuna eða annan gjaldmiðil hvað það varðar. Magnús er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 5.mp4

„Ég myndi segja að þegar öllu er á botninn hvolft þá hafi þessir sterkur íslensku lífeyrissjóðir hjálpað til við að byggja upp markaðinn. Það er engin spurning um það Þeir eru mjög mikilvægir,“ segir Magnús.

„Svo getur maður alltaf spurt sig hver sé eðlileg hlutdeild á markaðnum. Við höfum svo sem talað fyrir því að við gætum haldið hér áfram sterkum lífeyrissjóðum, sterkri veru þeirra á íslenska markaðnum, en þó gert verðmyndunina fjölbreyttari ef einstaklingum yrði hleypt í það að ráðstafa lífeyrissparnaði sínum sjálfir með frjálsari hætti, hvort sem það yrði með beinum fjárfestingum í félögum á markaði eða í gegnum sjóði, sem síðan fjárfesti á markaðnum, eða hvort tveggja.“

Magnús telur að slíkt fyrirkomulag myndi gera mjög mikið fyrir verðmyndun á markaðnum og bæta markaðinn, líka fyrir lífeyrissjóðina. Þeir yrðu með þessar þungu eignir sínar á virkari og betri markaði en ella.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann bendir á að gerðar hafi verið breytingar á löggjöf um lífeyrissjóðina sem auki fjárfestingarheimildir þeirra erlendis úr 50 í 65 prósent í litlum skrefum yfir rúmlega áratug. Skrefin séu höfð lítil til að þau raski ekki fjármála- og gjaldeyrismarkaði.

„Maður getur endalaust deilt um hvar sé rétt að draga þessa línu. Að því marki sem vera lífeyrissjóðanna á íslenska markaðnum er mikilvæg fyrir uppbyggingu íslenska markaðarins þá er mér ekkert sama um það ef íslenskir lífeyrissjóðir færu niður í eitthvað lágt hlutfall, en 35 prósent hef ég ekki áhyggjur af og skil vel það sem virtir fræðimenn hafa sagt að það sé í samræmi við það sem eðlilegt er fyrir áhættustýringu lífeyrissjóðanna, þannig að ekki tala ég á móti því. En á að ganga lengra? Ég er ekki viss. Ég hef ákveðnar áhyggjur ef það er gengið of langt í þessum efnum. Við gröfum ekki bara undan skráða markaðnum heldur, eins og ég segi, þá íslenska fjármögnunarumhverfinu með þessum óbeinu áhrifum sem ég var að lýsa hérna áðan.“

Magnús segir líka óvarlegt, út frá skuldbindingum lífeyrissjóðanna, að gefa of lausan tauminn í erlendum fjárfestingum. „En líka, jafnvel þótt við værum ekki með krónuna, vegna þess að ég tel að það myndi grafa svo undan fjármögnunarumhverfinu á Íslandi almennt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“
Hide picture