fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir kjarasamningana hafa víðtæk jákvæð áhrif – fjármálaráðherra geti styrkt sig pólitískt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í gær, munu leiða til lægri verðbólgu og vaxtalækkunar. Dragi Seðlabankinn enn lappirnar við næstu vaxtaákvörðun, mun þjóðin rísa upp. Þetta skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Hann segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra geta styrkt mjög stöðu sína á hinum pólitíska vettvangi takist henni að auka ráðdeild í rekstri ríkis og ríkisstofnana á móti þeim auknu útgjöldum sem ríkið tekur á sig í tengslum við kjarasamningana.

Ólafur telur Vilhjálm Birgisson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur geta hrósað sigri en telur Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, hafa gert mistök með því að draga sig út úr samfloti með Breiðfylkingunni í kjarasamningunum. Þá segir hann Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, greinilega vera laginn sáttamiðlara sem náð hafi trausti samningafólks.

Samtök atvinnulífsins geta ekki samið við VR með öðrum hætti en gert var í gær. Annað gæti hleypt öllu í uppnám og mun ekki gerast,“ skrifar Ólafur.

Talsmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar komu fram í gær og lögðu áherslu á að ríkið væri að taka á sig þungar byrðar. Fjármálaráðherra sagði að skattar yrðu ekki hækkaðir en nú yrði að spara hjá ríkinu, sýna aukna ráðdeild og mæta auknum útgjöldum með þeim hætti. Einmitt. Þá má vænta þess að ríkið hætti um sinn að eyða skattpeningum þjóðarinnar í margvísleg montverkefni eins og verið hefur á undanförnum misserum. Svo sem eins og að reisa fimm hæða kontór yfir þingmenn og skrifstofu Alþingis, kaupa dýrasta skrifstofuhúsnæði landsins á dýrustu lóð Reykjavíkur fyrir ráðuneyti, eyða tugum milljarða í að skrumskæla Hótel Sögu, breyta gamla Stjórnarráðshúsinu og öðrum byggingum utan um æðstu stjórn ríkisins. Og fjölga opinberum starfsmönnum langt umfram aðra fjölgun á vinnumarkaði. Ef veita á aðhald, eins og fjármálaráðherra réttilega bendir á, þarf að byrja á toppnum til að tillögur ráðherra verði trúverðugar.“

Ólafur telur kjarasamningana munu hafa jákvæð áhrif á ýmsum sviðum og nefnir hlutabréfamarkaðinn og þrýsting frá almenningi á atvinnulífið og hið opinbera um að hækka ekki verð á vörum og þjónustu umfram þau viðmið sem fram koma í samningunum. Aukin verðmætasköpun í þjóðfélaginu leiði til aukinna fjárfestinga og neyslu sem aftur skili sér í auknum skatttekjum til ríkis og sveitarfélaga.

Hann telur mikilvægt að aðhaldið byrji ofan frá, t.d. með því að fækka ráðuneytum um tvö, en þannig megi spara milljarða.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær