fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Meirihluti Norðurþings klofnaði vegna slökkviliðsbíls – „Þetta er ekki halelújah samkoma“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. mars 2024 13:30

Áki Hauksson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í sveitarstjórn Norðurþings klofnaði í afstöðu sinni til að kaupa körfubíl fyrir slökkvilið bæjarins. Fengu Framsóknarmenn óvæntan stuðning Miðflokksins til að fá kaupin samþykkt í Byggðaráði.

„Þetta er ekki halelújah samkoma hér í þessari sveitarstjórn. Við tökumst á. Stundum erum við sammála og stundum ekki,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknarmanna og forseti sveitarstjórnar.

Kaupin voru samþykkt á fundi byggðaráðs þann 29. febrúar með atkvæðum Hjálmars og Áka Haukssonar, fulltrúa Miðflokksins. Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna og formaður byggðaráðs lagðist gegn kaupunum. Það gerði einnig Aldey Unnar Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna.

„Ekki er gert ráð fyrir kaupum á björgunartæki í fjárhagsáætlun Norðurþings árið 2024. Eðlilegast væri að finna slíkum kaupum farveg í fjárhagsáætlunargerð 2025 líkt og gert er í öðrum málum sem koma óvænt upp og er því undirrituð mótfallin kaupunum,“ lét Aldey bóka á fundinum.

Ekki hafi legið á að kaupa bílinn

Norðurþing keypti bíl fyrir slökkviliðið í október á síðasta ári. Bíllinn sem á að kaupa núna er hugsaður sem björgunarbíll af svölum efri hæða.

Hjálmar segir óráðlegt að fresta kaupum á bílnum en tekur það fram að það hafi ekki legið sérstaklega á að kaupa bílinn.

„Það var engin knýjandi þörf núna að kaupa bíl en okkur barst tilboð sem mér fannst fjárhagslega skynsamlegt að taka því við vitum að við munum þurfa að kaupa svona bíl. Þetta eykur viðbrgaðsgetu og þjónustu í brunamálum í sveitarfélaginu,“ segir hann. Telur hann að nýr slíkur bíll gæti kostað á bilinu 60 til 80 milljónir eftir tvö eða þrjú ár.

Fékk sveitarfélagið tilboð á bíl sem var að fara í gegnum ástandsskoðun í Finnlandi. Kaupverðið eru tæpar 15 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu