fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Eyjan

Maður er manns gaman, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Johnson er brautryðjandi á sviði heilsuræktar hér á landi. Ung og nýkomin úr námi opnaði hún Eróbikk með Jónínu Ben og nú rekur hún einhverja fullkomnustu heilsurækt landsins, Hreyfingu. Hún segir Covid hafa verið erfitt en ýmislegt hafi breyst eftir Covid og fólk hugi nú heildstæðar að heilsunni en áður. Covid virðist hafa opnað augu fólks. Ágústa er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ágústa Johnson  - Þú ert bara með 1 líkama.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ágústa Johnson - Þú ert bara með 1 líkama.mp4

„Það sem gerðist í Covid var að fólk vildi auðvitað halda áfram og rækta heilsuna og fór þá að búa sér til aðstöðu úti í bílskúr og gera eitthvað heima og eitthvað svoleiðis, eða eitthvað úti eða hvernig sem það var. Margir í þessum geira höfðu miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta myndi hafa þegar faraldurinn væri liðinn, höfðu áhyggjur af því að þeir sem höfðu komið sér upp aðstöðu í skúrnum eða væru farnir að æfa heima, á netinu eða eitthvað slíkt, myndu snúa baki við heilsuræktarstöðvunum. En það hefur svo sannarlega ekki gerst og það er í rauninni svolítið áhugavert,“ segir Ágústa.

„Þetta segir okkur eftir hverju fólk er að sækjast í grunninn með því að koma og vera meðlimur í heilsuræktarstöð. Það er þessi félagsskapur. Maður er manns gaman og það mun aldrei breytast. Þetta er þriðji staðurinn þinn. það er heimilið, vinnan og svo heilsuræktin þar sem þú kemur og ert að hitta jafnvel félaga þína eða einhvern hóp sem þú ert partur af og kannast við eða þekkir, og þetta skiptir bara miklu máli og gefur fólki mikla orku einmitt til þess að puða í ræktinni – vera innan um aðra, með örðum og hafa þennan félagsskap. Ég get bara sagt fyrir mig sjálfa að mér finnst fátt leiðinlegra en að vera eitthvað heima að paufast í einhverri líkamsrækt alein.“

Ágústa segir að annað hafi komið í ljós. Eftir Covid hafi hlutirnir kannski farið fremur hægt af stað víða, en hér á Íslandi hafi fólk verið miklu fyrr á ferðinni inn á líkamsræktarstöðvarnar en í nágrannalöndunum þar sem hún þekkir til. Nú sé hins vegar allt komið í fullan gang hjá þeim. Þá hafi rannsóknir sýnt að Covid hafi vakið fólk til umhugsunar um heilsu sína, hvað það sé mikilvægt að vera í heilsurækt, stunda hana reglulega, og líka að það sé miklu skemmtilegra að mæta í ræktina en að vera einn í æfingunum.

„Þessi heilsuræktargeiri í heild sinni, sem ég vil kalla „wellness“-geirann, hann er alveg gríðarlega vaxandi. Þetta er risastór markaður á heimsvísu og það er alveg ofboðslega mikil vitundarvakning fyrir því að hugsa heildrænt um heilsuna; –svefn, hvíld, styrkja sig, liðka sig og passa upp á jafnvægið – þetta er allt svona heildræn heilsa, þetta skiptir allt máli.“

Ágústa segir þennan geira vera að stækka gríðarlega mikið, fólk sé farið að fara í auknum mæli í kannski viku eða tvær að hlúa að heilsu sinni á hóteli þar sem er góð aðstaða og hægt að fá góða ráðgjöf t.d. um mataræði. „Þetta er að verða miklu stærri þáttur í lífi fólks. Það eru alltaf fleiri og fleiri að kveikja á því að þetta er ekki val. Þú þarft bara að hugsa um heilsuna þína. Þú ert bara með einn líkama.“

Ágústa ræðir við Ólaf meðal annars um það að fólk hafi oft ranghugmyndir um það hve mikið þarf að æfa til að gagn sé af. Hún rekur upphafið, þegar hún stofnaði Eróbikk með Jónínu Ben nýkomin úr námi. Þau ræða líka um fyrirtæki hennar, Hreyfingu, og sérstöðu þess á líkamsræktarstöðvamarkaðnum og það hvernig við Íslendingar erum meðal feitustu þjóða þrátt fyrir að við séum einna duglegust að fara í ræktina. Ágústa kemur inn á mikilvægi forvarna og hvernig heilbrigðiskerfið hér hefur staðið í vegi fyrir forvarnarstarfi. Hú segir að ævintýrið sé rétt að byrja og að þrátt fyrir erfitt viðskiptaumhverfi njóti Íslendingar ódýrari líkamsræktar en tíðkast almennt í nágrannalöndunum.

Hlaðvarpsþáttinn í heild má nálgast hér á Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardaginn 24. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið
Hide picture