fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Júróvisjón

Eyjan
Laugardaginn 27. janúar 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Íslendingasögum er víða getið um útlenda berserki sem höfðingjar fluttu til landsins. Í Eyrbyggja sögu er sagt frá Svíunum Leikni og Halla sem Vermundur mjóvi í Bjarnarhöfn tók með sér til landsins. Þessir menn voru svo miklir kappar að Vermundur taldi sig eiga sigur vísan í valdatafli á Snæfellsnesi með þá í sínu liði.

Júróvisjón hefur um langt skeið verið flaggskip RÚV og notið gífurlegra vinsælda. Íslenska þjóðin hefur ávallt haft brennandi áhuga á keppninni allt frá því að Gleðibankinn ætlaði að sigra heiminn árið 1987. Fjölmargir tónlistarmenn hafa lagt land undir fót til að keppa í fjarlægum tónlistarhöllum. Gengi íslensku keppendanna hefur þó verið dapurlegt. Hver þátttakandinn á fætur öðrum hefur verið sendur heim eftir undanrásirnar og ekki náð inn í sjálf úrslitin. Eiginlega hafa menn gefist upp á því að finna einhverja sigurformúlu í þessari eyðimörk.

Útvarpsstjóri sem eitt sinn var lögreglustjóri leggur þó ekki árar í bát. Hann tilkynnti á dögunum að palestínskur söngvari frá Jerúsalem mundi taka þátt í undankeppni RÚV, Allir vita að pólitískir vindar blása þessum keppanda alla leið í úrslitin í Svíþjóð. Hann mun njóta gífurlegrar samúðar um alla Evrópu svo að loksins eiga Íslendingar raunhæfan möguleika á sigri. Vígreifur Palestínumaður veifar íslenskum fána og syngur um harm þjóðar sinnar á arabísku með tvö þúsund ára sorg í augunum. Þetta mun steinliggja. Útvarpsstjóri fylgir aldagamalli hefð og fær erlenda málaliða sér til fulltingis þegar þjóðarsóminn er í veði. Hann skipar sér í flokk Snorra goða, Vermundar mjóva og Njáls og fleiri valinkunnra gáfumanna í Íslandssögunni og fer inn í söguna sem maðurinn sem vann júróvisjón fyrir fjallkonuna.

Ekki er lengur ástæða til að taka palestínska fánann niður á Austurvelli. Hann er kominn til að vera í íslensku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?