fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri SVEIT: Launakostnaðurinn meira en helmingur af verði hamborgarans

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. janúar 2024 17:30

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launakostnaður í veitingageiranum hefur hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum á hinum almenna vinnumarkaði undanfarin ár. Frá 2016 hafa laun í geiranum hækkað um 63 prósent. Ástæðan liggur í því að veitingarekstur fer að miklu leyti fram utan hefðbundins vinnutíma, þegar vaktaálag leggst ofan á dagvinnulaun, og getur álagið numið allt að 90 prósent. Nú er svo komið að launakostnaður í veitingarekstri er um eða yfir 50 prósent og hefur þessi liður hækkað um 63 prósent síðan 2016. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 1.mp4

Auðvitað, kannski stærsti kostnaðurinn er launakostnaðurinn. Eftir miðlunartillögu sem var hjá ríkissáttasemjara og brúarsamning Starfsgreinasambandsins höfum við séð laun sem hlutfall af veltu fyrirtækja vera að fara í 50 prósent og yfir. Þannig að ef þú borgar mér þúsund kall fyrir hamborgara þarf ég að byrja á því að borga fimm hundruð kall í laun og síðan þarf ég að borga hráefnið sem hefur hækkað gríðarlega og heldur áfram að hækka,“ segir Aðalgeir.

Það er kannski meira í umræðunni hvernig það kemur út fyrir heimilin en við erum ekkert öðruvísi,“ segir hann. „Við erum í leiguhúsnæði að miklu leyti til og hráefniskostnaðurinn er gríðarlega hár. Maður horfir einmitt til þessara stóru fyrirtækja, innflytjendanna hér á Íslandi. Það má nú alveg slá af aðeins, eða bíða þetta af sér og hjálpumst að aðeins að gefa okkur andrými.“

Þú nefnir launakostnað yfir 50 prósent. Hefur þetta breyst mikið? Ef við bara horfum á þann tíma sem samtökin hafa starfað, þetta er hálft þriðja ár.

Ef við förum aðeins lengra til baka, við erum að greina markaðinn líka og sjáum að í okkar grein, veitingaþjónustu, sem eru þá öll fyrirtæki sem eru með veitingaleyfi, að frá 2016 hafa laun hækkað um 63 prósent,“ segir Aðalgeir og bætir við: „Landsbankinn var með greiningu fyrir áramót þar sem kom í ljós að launin hafa hækkað mest hjá okkur.“

Hver er ástæðan fyrir því að það hækkar meira hjá ykkur en öðrum?

Við erum auðvitað að vinna á mjög svona sérstöku starfsfyrirkomulagi, fólk vill koma út að borða eftir vinnu, á sunnudögum, á jólunum og öllum frídögum og slíkt þannig að við erum svolítið að vinna á þessum kostnaðarsamasta tíma,“ segir Aðalgeir. „Vaktaálagið fyrir að vinna eftir hefðbundna dagvinnu, eftir klukkan fimm, er allt of hátt. Þarna erum við að borga 33, 45 og upp í 90 prósent hærri laun fyrir kannski starfsmenn sem stoppa stutt við og eru reynslulitlir og skilja svolítið lítið eftir sig og okkur finnst það vera á kostnað þeirra sem eru í framtíðarstarfi og eru í fullu starfi. Það slær dálítið vopnin úr höndunum á okkur að borga þeim hærri laun. Við höfum talað við verkalýðshreyfinguna um að við viljum hækka grunnlaun ef við gætum fengið öðruvísi uppsetningu á þessu vaktaálagi.“

Þeir Aðalgeir og Ólafur fara yfir stöðu veitingageirans og hvað er til ráða. Komið verður inn á að Samtök atvinnulífsins taki ekki nægjanlegt tillit til sérstöðu veitingageirans þegar kemur að kjarasamningum. Þetta og fjölmargt fleira í hlaðvarpinu sem verður aðgengilegt hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 13. janúar, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fólkið velur forsetann – ekki lögreglan eða valdaflokkarnir

Orðið á götunni: Fólkið velur forsetann – ekki lögreglan eða valdaflokkarnir
Hide picture