fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. janúar 2024 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson er popúlisti af sama skóla og Guðmundur Franklín, segir Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir að forvitnilegt verði að sjá hvort Arnar Þór muni ná jafngóðum árangri í kosningum og Guðmundur Franklín náði 2020 þegar hann fékk sjö prósent á móti 92 prósentum Guðna Th., sem Ólafur segir senda skýr hugmyndafræðilega skilaboð frjálslyndis og umhyggju í ræðum sínum þótt hann sé ekki pólitískur í embætti með sama hætti og forveri hans, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur Þ. Harðarson er gestur Ólafs Arnarsonar í fyrsta hlaðvarpi Eyjunnar á nýju ári.

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 2.mp4

Ég held að það sé ekkert ofsagt sem þú nefndir, að Ólafur rak um tíma sína eigin utanríkisstefnu og sú utanríkisstefna var að verulegu leyti á skjön við ríkisstjórnina og hann stóð og hann stóð meira og minna í háværum deilum við stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur enda var hann þá algerlega búinn að skipta um fylgismannagrundvöll og fékk mikið fylgi hægri manna í kosningunum 2012,“ segir Ólafur og bætir því við að þetta hefi verið fyrstu forsetakosningarnar þar sem flestir sjálfstæðismenn kusu þann frambjóðanda sem hlaut kosningu.

Yfirleitt höfðu þeir alltaf tapað, eða þeirra maður hafði yfirleitt alltaf tapað forsetakosningum, og það er svolítið háðulegt að sá fyrsti var gamall leiðtogi vinstri sósíalistaflokks Alþýðubandalagsins en svona eru nú kaupin stundum á eyrinni,“ segir Ólafur.

Hann segir Guðna hafa beitt sér mun minna pólitískt en Ólaf Ragnar. „Hann dró í stjórnmálalegu vægi forsetaembættisins að því leyti og hann færði það í raun nær því sem hafði verið á tímum  Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárns en þó fór hann ekki alveg í þeirra far. Eins og ég nefndi áðan, hann hélt því áfram að forsetinn hefði þessi pólitísku völd sem Ólafur Ragnar hafði virkjað og þó að Guðni væri ekki að tala um pólitísk dægurmál eins og Ólafur gerði stundum þá birtust í hans ræðum í rauninni skýrar, tiltölulega almennar hugmyndafræðilegar áherslur. Hann lagði mikla áherslu á í sínum ræðum svona frjálslynd viðhorf, umburðarlyndi gagnvart t.d. útlendingum og samúð með þeim sem minna mega sín og fleira í þá veruna. Þetta virtist flestum landsmönnum líka mjög vel enda var hann að mælast með 80-90 prósent ánægju með embættið.“

Ólafur segir fróðlegt að þeir sem gagnrýndu Guðna fyrir þessu frjálslyndu viðhorf hafi aðallega komið úr tiltölulega litlum hópi lýðhyggjumanna, eða popúlista,  sem séu einfaldlega ósammála þessari frjálslyndu hugmyndafræði boðaði og flestir landsmenn aðhyllist.

Þetta kristallaðist í rauninni ágætlega í forsetakosningunum 2020 þegar Guðmundur Franklín, sem stóð fyrir svona lýðhyggjuviðhorf, bauð sig fram gegn Guðna og Guðni fékk eitthvað yfir 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín eitthvað um sjö prósent. Það er líka athyglisvert að hann Arnar Þór sem hefur lýst því yfir að hann ætli í forsetaframboð, hann á svona hugmyndalega mjög margt sameiginlegt með Guðmundu Franklín. Þeir eru á svona svipuðum slóðum og það verður forvitnilegt hvort hann nær eitthvað meiri árangri, eða kannski, hvort hann nær jafngóðum árangri og Guðmundur Franklín,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Hide picture