fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Eyjan

Skipulagsbreytingar hjá Arion banka – Birna Hlín framkvæmdastjóri nýs sviðs reksturs og menningar

Eyjan
Þriðjudaginn 26. september 2023 14:28

Birna Hlín Káradóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hlín Káradóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu nýs sviðs reksturs og menningar hjá Arion banka en tilkynnt var um skipulagsbreytingar í dag.

Nýtt skipurit tekur gildi í dag hjá Arion banka. Stofnað hefur verið nýtt svið, rekstur og menning, sem mun taka yfir ýmis verkefni sem áður tilheyrðu öðrum sviðum auk þess sem nýtt umbreytingarteymi verður hluti af sviðinu. Markmið breytinganna er aukið samstarf stoðsviða, aukin skilvirkni í rekstri, markviss stýring umbreytingarverkefna og enn skýrari fókus á þjónustu og upplifun viðskiptavina. Auk þess mun sviðið gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun og mótun fyrirtækjamenningar Arion banka. Undir rekstur og menningu falla mannauður, viðskiptaumsjón, rekstrarumsjón, umbreytingar og lögfræðiþjónusta.

Birna Hlín Káradóttir, sem gegnt hefur starfi yfirlögfræðings Arion banka frá árinu 2019, tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrar og menningar. Stofnun sviðsins kallar ekki á breytingar á framkvæmdastjórn þar sem Birna Hlín hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka frá árinu 2020.

Birna Hlín hefur mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur gegnt starfi yfirlögfræðings hjá Fossum mörkuðum, Straumi fjárfestingarbanka og Straumi-Burðarás fjárfestingabanka auk Arion banka. Hún hefur kennt lög um fjármálamarkaði o.fl. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félagasamtaka hérlendis og erlendis. Birna Hlín er með AMP-gráðu frá IESE Business School í Barcelona og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með málflutningsréttindi og próf í verðbréfaviðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“